Fundur haldinn í ÍTV mánudaginn 17. júlí 2006 kl.
18:00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru Guðrún Kristjánsdóttir, Magnús Hersir Hauksson, Vignir
Arason, Ragnar Davíð Riordan, Helga Harðardóttir og Brynhildur
Hafsteinsdóttir sem jafnframt ritar fundagerð í tölvu.
1. Kosning varaformanns og ritara
a) Tillaga um Magnús H. Hauksson sem varaformann.
Samþykkt samhljóða.
b) Tillaga um Brynhildi Hafsteinsdóttur sem ritara.
Samþykkt samhljóða.
2. Fjölskyldudagurinn
Guðrún Helga tómstundafulltrúi kom og sagði okkur aðeins frá
skipulagi á fjölskyldudeginum. Dagskráin þetta árið er
fjölbreytt og ættu allir að geta fundið e-ð við sitt hæfi yfir
daginn. Ef veður verður vont þá þarf að undirbúa íþróttahúsið
á föstudagskvöldinu. Aðeins rætt um hugsanlegan árekstur
við Gay- pride sem ber upp á sama dag. Ekki talinn þörf á
áhyggjum af þessu.
Helga tjáir okkur frá því að tómstundarfulltrúi þurfi að útvega
starfsmenn í útideild á hátíðum nágrannasveitarfélaganna hér
á suðurnesjunum.
3. Önnur mál
Fyrirspurn um hvort Ragnar væri vanhæfur í nefndinni þegar
verið væri að ræða málefni íþróttahúsins þar sem hann er
starfsmaður þess. Víkur af fundi ef þurfa þykir.
Fyrirspurn um aðstöðu tækjasalarinns í íþróttahúsinu og
viðbyggingunni. Spurning hvort endurnýja eigi tækjakostinn,
sem yrði dýr framkvæmd, eða endurnýja eitt og eitt og
jafnvel bæta smátt og smátt við.
Skoða þarf andlega uppbyggingu hjá börnum og unglingum í
íþróttaiðkun.
Tölvukennsla eldriborgara. Rætt um kennslu fyrir eldriborgara
á internetið.
Körfubolltakörfur á skólalóðinni. Ýta á að þær verði settar
upp. Guðrún kannar hvort framkvæmdir á skólalóðinni
tilheyri undir Fasteign, eða hvort skólinn geti hagað honum
eftir sínu höfði.
Fótbolltamörkin á tjaldsvæðinu, laus og skapa slysahættu.
Tjaldstæðið aðeins rætt
Stungupalla við sundlaugina. Kanna hvort ungmennafélagið
geti ekki sótt um styrki hjá fyrirtækjum í bænum með
stungupalla.
Fundi slitið kl. 19:45