Fundur haldinn í ÍTV fimmtudaginn 31. ágúst 2006 kl.
18:00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru Oddný Þóra Baldvinsdóttir í fjarveru Brynhildar
Hafsteinsdóttur, Vignir Arason, Ragnar Davíð Riordan, Magnús
Hersir Hauksson forfallaðist á síðustu stundu, Helga Harðardóttir
tómstundafulltrúi og Guðrún Kristjánsdóttir sem jafnframt ritar
fundargerð í tölvu.
1. Fundur haldinn með stjórn Þróttar að beiðni Vignis og
Ragnars. Mættir frá stjórn Þróttar, Hörður Harðarson, Rakel
Rut Valdimarsdóttir, Sigríður Símonardóttir.
Farið var yfir mál Unmennafélagsins og fengu þau að kynna
nefndinni sína stöðu. Helga Harðardóttir vék af fundi.
2. Formaður lagði fyrir nefndarmenn þá hugmynd að framvegis
væri boðað til funda hjá ÍTV með tölvupósti, þ.a.
nefndarmenn sendu formanni síðan staðfestingu á þátttöku
ella væri kallað í varamenn.
Hugmyndin var samþykkt samhljóða.
3. Nefndin hefur ákveðið að nefdin fundi þriðja mánudag hvers
mánaðar kl. 18 að Iðndal 2.
4. Nefndinni barst bréf frá ÍSÍ, Íþrótta- og ólympíusambandi
Íslands, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort að
íþrótta- og tómstundanefnd og/eða sveitarfélagið Vogar hafi
virka stefnu eða samþykktir er lúta beint að
minnihlutahópum. Bréfið var bókað samhljóða.
Nefndin sendir bæjarstjórninni bréf þar sem óskað er eftir
upplýsingum varðandi þessi málefni.
5. Nefndinni barst bréf frá Lúðvíki Bárðarsyni varðandi málefni
stjórnar Ungmennafélagsins Þróttar, fjallað var um bréfið en
nefndin getur ekki tekið neina afstöðu í því máli skv. lögum
UMFÍ. Bréfið var bókað samhljóða.
6. Nefndinni barst bréf frá stjórn Ungmennafélagsins Þróttar sem
svar við bréfi Lúðvíks Bárðarsonar, fjallað var um bréfið en
nefndin getur ekki tekið neina afstöðu í því máli skv. lögum
UMFÍ. Bréfið var bókað samhljóða.