Fundur haldinn í ÍTV mánudaginn 2. október 2006
kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru: Guðrún Kristjánsdóttir, Vignir Arason, Ragnar Davíð Riordan, Magnús
Hersir Hauksson, Helga Harðardóttir tómstundafulltrúi og Brynhildur Hafsteinsdóttir sem
jafnframt ritar fundargerð í tölvu.
Íþrótta og tómstundanefnd leggur fram tillögu um að merkja göngustígana á
fimmhundruð metra millibili . Ákveðið að senda þessar tillögur til
bæjarstjóra/byggingafulltrúa til framkvæmda. Nefndin samþykir tillöguna
samhljóða. Nefndin bókar þessa tillögu
Nefndin leggur fram aðra tillögu varðandi leyfisbréfið sem nemendur skila inn um
að mega yfirgefa skólalóðina á skólatíma, sé verið að misnota, t.d. til reykinga og
að verið sé að slæpast um göturnar í eyðum. Nefndin leggur til að leyfin verði
endurskoðuð með forvarnir í huga. Nefndin bókar þessa tillögu
Önnur mál: Ragnar bókar athugasemd um að stiginn við neyðarútganginn skyggi
á útsýni sundlaugavarða við gæslu barna í sundlaug íþróttamiðstöðvarinnar.
Kosning vararitara: Vignir Arason er kosinn samhljóða
Helga upplýsti okkur um það að hér hafi verið haldin flottur forvarnardagur 28.
september og 29. sept. íþróttakynning. Var þetta samstarf forvarnafulltrúa, skóla,
íþróttafélags og tómstundafulltrúa.
Bent er á að allur búnaður er til í íþróttahúsinu til að hafa trompfimleika hér.
Fundi slitið kl: 18:50