Fundur haldinn í ÍTV mánudaginn 3. apríl 2007
kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru: Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir Vignir Arason og Ragnar
Davíð Riordan. Bergur ritar fundargerð í tölvu.
1. Útideild félagsmiðstöðvar.
Málinu frestað vegna fjarveru tómstundafulltrúa.
2. Íþróttamaður ársins.
Tómstundafulltrúa er falið að auglýsa eftir tilnefningum fyrir íþróttamann ársins
og leggja fram tilnefningar fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
3. Fjölskyldudagur Sveitarfélagsins Voga.
Nefndin óskar eftir fjárhagsáætlun fjölskyldudagsins frá tómstundafulltrúa.
4. Erindi frá UMFÞ v/ unglingalandsmóts.
Nefndin hvetur stjórn UMFÞ til að halda áfram að kanna hvort raunhæft sé og
mögulegt að halda unglingalandsmót í sveitarfélaginu.
5. Erindi frá UMFÞ v/ íþróttaaðstöðu.
Nefndin hvetur stjórn UMFÞ til að leggja fram ítarlegri hugmyndir um
framtíðarskipulag íþróttasvæðis sveitarfélagsins.
6. Erindi frá UMFÞ v/ baðvörslu
Nefndin deilir áhyggjum af velferð notenda íþróttamiðstöðvarinnar með stjórn
UMFÞ og beinir því til forstöðumanns íþróttamiðstöðvar að athugað verði með
hvaða hætti megi bæta gæslu í búningsklefum sé þess þörf. Nefndin hvetur stjórn
UMFÞ og forstöðumann íþróttamiðstöðvar til að vinna að lausn þessa máls í
sameiningu.
Ragnar Davíð tók ekki þátt í afgreiðslu 6. liðar
7. Ársskýrsla UMFÞ.
Ársskýrsla UMFÞ lögð fram til kynningar. Íþrótta og tómstundanefnd þakkar
stjórn UMFÞ ítarlega og vel unna ársskýrslu.
8. Ársreikningur UMFÞ.
Ársreikningur UMFÞ lagður fram til kynningar. Nefndin þakkar stjórn UMFÞ og
fagnar ágætum árangri í rekstri félagsins.
9. Niðurstöður rannsóknarinnar “Ungt fólk 2006”.
Skýrslan kynnt lauslega, formaður hvetur nefndarmenn til að kynna sér
niðurstöðurnar ítarlegar á heimasíðu menntamálaráðuneytisins
www.menntamalaraduneyti.is
10. Ársskýrsla tómstundafulltrúa.
Frestað vegna fjarveru tómstundafulltrúa.
11. Framboð tómstunda og námskeiða sumarssins.
Rædd möguleg aðkoma félagasamtaka í bæjarfélaginu að tómstundastarfi
sumarsins. Tómstundafulltrúa falið að kanna áhuga og getu félagasamtaka á
samstarfi.
12. Önnur mál.
Brynhildur lýsti fyrir nefndarmönnum veru sinni á “froðuballi” F.S. með
forvarnarfulltrúa. Brynhildur kvað upplifun sína á ballinu hafa undirstrikað fyrir
sér mikilvægi starfs tómstundafulltrúa að forvarnarmálum. Nefndin lýsir ánægju
sinni með störf tómstundafulltrúa á þessum vettvangi og hvetur tómstundafulltrúa
til frekari dáða í framtíðinni.
Fundi slitið kl: 19:09