Íþróttanefnd og tómstundanefnd

16. fundur 04. febrúar 2008 kl. 18:00 - 19:16 Iðndal 2

Fundur haldinn í ÍTV mánudaginn 4. febrúar 2008
kl. 18:00 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Bergur Álfþórsson, Magnús Hersir Hauksson, Brynhildur Hafsteinsdóttir,
Ragnar Davíð Riordan og Vignir Arason, Tinna Hallgrímsdóttir tómstunda og
forvarnafulltrúi situr fundinn.

1. Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Voga og UMFÞ.
ÍTV gerir ekki efnislegar athugasemdir við samstarfssamninginn.
ÍTV fagnar því að svo metnaðarfullur samningur skuli komast á á milli aðilana og
væntir þess og vonar að hann megi styrkja ungmennafélagið og íþróttaiðkun í
sveitarfélaginu.
2. Starfsáætlun tómstundastarfs árið 2008.
Tómstunda og forvarnafulltrúi leggur fram drög að starfsáætlun til umfjöllunar,
nefndarmenn hvattir til að kynna sér drögin og gera athugasemdir á eða fyrir
næsta fund ÍTV.
3. Eineltisáætlun félagsmiðstöðvarinnar.
Fjallað um framlagða eineltisáætlun félagsmiðstöðvarinnar. Tómstunda og
forvarnafulltrúa falið að fullvinna áætlunina og leggja fram til afgreiðslu á næsta
fundi ÍTV.
4. Forvarnaráætlun Sveitarfélagsins Voga.
Tómstunda og forvarnafulltrúi mun senda nefndarmönnum forvarnaráætlunina
rafrænt til frekari umfjöllunar á næsta fundi ÍTV.
5. Ungmennaráð Sveitarfélagsins Voga.
Nefndin leggur til að stofnað verði ungmennaráð Sveitarfélagsin Voga.
Nefndin felur tómstunda og forvarnafulltrúa og ritara ÍTV ásamt formanni að
útbúa drög að reglum fyrir ungmennaráð sveitarfélagsins.
6. Öldungaráð Sveitarfélagsins Voga.
Nefndin leggur til að stofnað verði öldungaráð Sveitarfélagsin Voga.
Nefndin felur tómstunda og forvarnafulltrúa og ritara ÍTV ásamt formanni að
útbúa drög að reglum fyrir öldungaráð sveitarfélagsins

7. Íþróttamaður ársins 2007.
Reglugerð um kjör á íþróttamanni ársins er lögð fram. Tómstundafulltrúa er falið
að auglýsa eftir tilnefningum. Frestur til að skila tilnefningum rennur út
mánudaginn 20.02.2008.
8. Opinn fræðslufundur um forvarnarmál í febrúar.
Stefnt skal að því að halda fræðslufundinn í samvinnu við grunnskólann
11.02.2008, tómstunda og forvarnafulltrúa falið að undirbúa málið.
9. Tómstundastarf 16+
Tómstunda og forvarnafulltrúi greinir frá því að sérstakur opnunartími sé nú fyrir
unglinga eldri en 16 ára, þ.e. á fimmtudagskvöldum. Reynslan til þessa lofar
góðu.
Nefndin fagnar þessari nýju þjónustu félagsmiðstöðvarinnar og óskar henni góðs
gengis með þetta verkefni sem önnur.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl:19:16

Getum við bætt efni síðunnar?