Hreppsnefnd

12. fundur 14. ágúst 2002 kl. 18:00 - 18:40 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, miðvikudaginn 14. ágúst 2002,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Birgir Þórarinsson, Kristinn Guðbjartsson, Hanna Helgadóttir, Birgir
Örn Ólafsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerðir skipulags-og byggingarnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 27/6 og 30/7 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
2. Bréf frá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja dags. 1/8 2002 varðandi
samning um nýja sorpeyðingarstöð.
Varaoddviti kynnti samninginn fyrir fundarmönnum. Hreppsnefnd fagnar því
að samningur um nýja sorpeyðingarstöð sé loksins komin í höfn og
samþykkir hann samhljóða.
3. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 1/7 2002 varðandi
fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið
verður á Akureyri 25-27/9 2002.
Hreppsnefnd tilnefnir Jón Gunnarsson oddvita sem aðalmann og Jóhönnu
Reynisdóttur sem varamann.
Varaoddviti leitar afbrigða varðandi eftirfarandi mál.
4. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 12/7 2002 varðandi tilnefningu
umhverfisverðlauna 2002.
Nefndin leggur til að eftirfarandi garðar fái verðlaun:
a) Aragerði 18 fyrir glæsileika, gott samræmi, nútímalegan stíl og
snyrtimennsku í hvívetna. Eigendur Hafrún Marísdóttir og Helgi
Samsonarson.
b) Hvammsdalur 13, fyrir að ljúka nánast framkvæmdum við lóð og leggja
drög að mjög fallegum garði á ótrúlega stuttum tíma. Eigendur Guðbjörg
Þórarinsdóttir og Bjarni Antonsson.
c) Hólagata 4, fyrir árangur í garðrækt við erfið veðurskilyrði. Eigendur
Guðrún Kristmannsdóttir og Klemens Sæmundsson.
Hreppsnefnd samþykkir ofangreindar tilnefningar.

2

Varðandi ábendingar nefndarinnar um atriði sem þarfnast úrbóta.
Hreppnefnd þakkar ábendingarnar en flest atriðin eru í eðlilegum farvegi,
önnur mun hreppnefnd skoða frekar.
Birgir Örn Ólafsson óskar eftir því að á næsta hreppsnefndarfundi að fá
upplýsingar um síðasta atriði fundargerðarinnar.
Halldóra Baldursdóttir leitar afbrigða varðandi eftirfarandi mál.
5. Önnur mál.
a) Skrifleg mótmæli varðandi vinnubragða meirihluta hreppsnefndar.
b) Skrifleg fyrirspurn vegna starfa sveitarstjóra fyrir launanefnd
sveitarfélaga.
b) Fyrirspurn til sveitarstjórnar Vatnsleysustrandarhrepps varðandi
unglingavinnu sumarið 2002.
Meirihluti hreppsnefndar mun svara ofangreindum atriðum á næsta fundi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18 40

Getum við bætt efni síðunnar?