Hreppsnefnd

16. fundur 12. desember 2002 kl. 18:00 - 19:50 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 12. nóvember 2002,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Kjartan
Hilmisson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerðir Skipulags-og byggingarnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 29/10 og 9/11 2002.
Hreppsnefnd samþykkir óbreytt afgreiðslu nefndarinnar á 1. máli seinni
fundargerðarinnar um tillögur um breytingu á aðalskipulagi. Fundargerðirnar
eru samþykktar.
Jón Gunnarsson tók ekki þátt í afgreiðslu 2. og 3. máls.
2. Fundargerðir Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 7/10 og
4/11 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
3. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 9/10
2002.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
24/9 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerð aðalfundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum dags. 13/9 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerð Starfskjaranefndar STFS og SSS dags. 29/10 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
7. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra dags. 10/10 2002.
Fundargerðin er lögð fram.
8. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 20/9 og 2/10 2002.
Fundargerðin er lögð fram.
9. Fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja dags. 9/10 2002.
Fundargerðin er lögð fram.

2

10. Fundargerð Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 2/10 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
11. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 16/10 2002.
Fundargerðin er lögð fram.
12. Fundargerðir skólanefndar Fjölbrautarskóla Suðurnesja dags. 10/9 og
8/10 2002.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
13. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja dags. 22/10 2002 þ.s. óskað er
eftir áformum sveitarfélagsins varðandi förgun á fiskúrgangi, salti og
afbeitu.
Hreppsnefnd telur eðlilegast að Sorpeyðingastöð Suðurnesja sjái um förgun
á umræddum úrgangi og mun óska eftir að stjórn S.S. taki afstöðu til
málsins.
14. Afrit af bréfi Maríu Ólafsdóttur, yfirlækni heilsugæslu HSS, til stjórnar
Heilbrigðisstofunar Suðurnesja varðandi afskiptaleysi stjórnar HSS á
málefnum stofunarinnar.
Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps lýsir áhyggjum sínum vegna
óviðunandi ástands í málefnum heilsugæslunnar á Suðurnesjum og skorar
á heilbrigðisyfirvöld að leysa málið eins fljótt og hægt er, þannig að íbúar
njóti að nýju lögbundinnar læknisþjónustu.
15. Afrit af bréfi Gerðahrepps til stjórnar Dvalarheimils aldraðra á
Suðurnesjum dags. 4/10 2002 varðandi samkomulag og hefð
eignaraðila DS um embætti í stjórn DS.
Bréfið er kynnt.
16. Bréf frá Gróðri fyrir fólk í landnámi Ingólfs dags. 7/10 varðandi beiðni
um styrk.
Erindinu er hafnað. Sveitarstjóra falið að ræða við samtökin.
17. Drög að samningi um nýja barnaverndarnefnd með þátttöku
Gerðahrepps, Sandgerðisbæjar, Vatnsleysustrandahrepps og
Reykjanesbæjar.
Hreppsnefnd gerir breytingatillögu við 2. málgrein 2. greinar um að við
bætist : “Ef málefni er varðar Vatnsleysustrandarhrepp eru á dagskrá á
barnaverndarnefndarfundi, þá víkur einn aðalfulltrúi Reykjanesbæjar og fyrir
varafulltrúa Vatnsleysustrandarhrepps.”
Að öðru leyti samþykkir hreppsnefnd drögin og felur sveitarstjóra að
undirrita samninginn.
18. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga dags. 6/11 2002 varðandi íbúaþing.
Hreppsnefnd tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
19. Lóðaúthlutanir.
a) Múr-og steypuþjónustan ehf, Krummahólar 2, Reykjavík sækir um
lóðina Marargata 8, fyrir einbýlishús.

3

b) Einingaverksmiðjan, Breiðahöfða 10, Reykjavík sækir um lóðina
Mýrargata 1, fyrir einbýlishús.
Hreppsnefnd samþykkir ofangreindar umsóknir.
20. Tillaga frá Halldóru Baldursdóttur dags. 24/10 2002 um íþróttamál.
Að Vatnsleysustrandarhreppur fari í viðræður við ungmennafélagið Þrótt í
Vogum, til að efla og styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í hreppnum og
tryggja öllum þeim sem áhuga hafa möguleika á þátttöku.
Vatnsleysustrandarhreppur sýndi með þessu framtaki vilja sinn í verki til að
efla þá starfsemi í hreppnum sem tryggir best góða ræktun hugar og heilsu
fyrir æsku og framtíð hreppsins um leið og unnið væri með markvissum
hætti að auknum forvörnum á öllum sviðum.
Að markmið samkomulagsins verði að gera börnum kleift að taka þátt í
íþrótta- og æskulýðsstarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og
annað forvarnastarf í Vatnsleysustrandahreppi, einnig að allir foreldrar verði
hvattir til kynna sér þá möguleika sem í boði eru og gefa börnum sínum
kost á að taka þátt í uppbyggjandi og þroskandi starfi. Með þessum
stuðningi hreppsins við fjölskyldur og ungmennafélagið væri
ungmennafélaginu gert kleift að stilla árgjöldum iðkenda sinna í hóf þannig
að þeir njóti þess í lægri æfingagjöldum. Ef þátttökugjald er hærra en sem
nemur niðurgreiðslu hreppsins innheimtir ungmennafélagið mismuninn hjá
forráðamönnum. Niðurgreiðsla hreppsins næmi aldrei hærri fjárhæð en
ákvörðuðu æfingagjaldi. Samkomulagið ætti einnig að efla innra starf
ungmennafélagsins, þannig að fagmennska væri viðhöfð við kennslu og
þjálfun barna og unglinga. Samkomulagið gæti falið í sér að þjónusta
ungmennafélagsins við hreppsbúabúa yrði aukin og bætt.
Ég vil benda hreppsnefndarmönnum á samkomulag sem gert hefur verið í
Hafnarfirði við íþróttafélög þar í bæ.
Í framhaldi af tillögu minni vil ég að hreppurinn endurskoði gjaldskrá
íþróttahússins og sundlaugarinnar. Að barnagjald verði í samræmi við
túlkun barnalaga þ.e. að börn eru börn upp að 18. ára aldri og greiði
barnagjald í samræmi við það. Við skulum hafa það hugfast að allt íþrótta
og æskulýðsstarf hefur mikið forvarnargildi.
Einnig þarf að skoða hvort ekki ætti að veita öllum starfsmönnum hreppsins
einhvern afslátt að æfingakortum. Þetta væri launauppbót fyrir starfsmenn
og bætti nýtingu á íþróttahúsinu og ég trúi því að þetta gæti líkað skilað sér í
auknum tekjum fyrir íþróttahúsið.
Ég tel að aukin íþróttaiðkun starfsmanna skili sér margfalt til baka til
hreppsins t.d í bættri heilsu starfsmanna.
Samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta gegn tveimur atkvæðum
minnihluta að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunagerðar 2003.
Kjartan mótmælir því að fá ekki að samþykkja tillöguna óbreytta.
21. Tillaga frá Halldóru Baldursdóttur dags. 24/10 2002 þess efnis að
ráðinn verði félagsmálastjóri í hlutastarf.
Ég legg fram tillögu þess efnis að ráðinn verði félagsmálastjóri í hlutastarf,
þarna gæti verið um að ræða 20% starf. ( t.d. tveir hálfir dagar í viku)

4

Félagsmálastjóra yrði falið að fara yfir stöðu þessa málaflokks í
Vatnsleysustrandarhreppi, og leggja fyrir hreppsnefnd tillögu að úrbótum og
mótun markmiða í þessum málaflokki. Einnig þarf félagsmálastjóri að hafa
fasta viðtalstíma þar sem íbúar gætu leitað aðstoðar og leiðsagnar. Ég tel
það afar mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem leiðast út í
vímuefnaneyslu eða lenda á villugötum að einhverju tagi eigi greiðan
aðgang að stuðningi og leiðbeiningum um úrræði sem félagsmálastjóri
gæti sinnt. Einnig að aldraðir eigi greiðan aðgang að upplýsingum og
aðstoð sem snerta félagsmál aldraðra. Félagsmálastjóri væri
félagsmálanefnd til aðstoðar og leggi mál fyrir nefndina.
Bókun frá meirihluta hreppsnefndar:
Sveitarstjóri gegnir starfi félagsmálastjóra í hreppnum. Erindi sem berast í
þennan málaflokk eru lögð fyrir félagsmálanefnd og afgreidd þar. Markmið
eru skýr og koma fram í erindisbréfi. Sveitarstjóri veitir leiðsögn um réttindi
einstaklinga og þá aðstoð sem er í boði á þessu sviði, lögum samkvæmt.
Hægt er að panta viðtalstíma alla virka daga á auglýstum skrifstofutíma
hreppsins.
Meirihluti hreppsnefndar tekur undir það að mikilvægt er að allir eigi
greiðan aðgang að stuðningi og upplýsingum í þessum efnum. Ekkert hefur
komið fram um að svo sé ekki eða fyrirkomulagið sem ríkt hefur sé
óheppilegt eða síður vænlegt til árangurs. Þvert á móti hefur félagsleg
aðstoð hreppsins aukist á síðustu misserum má í því sambandi benda á
aukna heimilishjálp svo eitthvað sé nefnt. Aldraðir eiga einnig greiðan
aðgang að þessum mikilvæga málaflokki eins og aðrir auk þess sem
tómstundafulltrúi hreppsins miðlar eldri borgurum margvíslegum
upplýsingum og er þeim innan handar á hinum ýmsu sviðum. Sveitarstjóri
féllst á í upphafi kjörtímabilsins að gegna áfram starfi félagsmálastjóra. Nýtt
stöðugildi félagsmálastjóra kallar á aukin launakostnað. Núverandi
fyrirkomulag er hagkvæmt og það sem
mikilvægast er þá skilar það því sem til er ætlast. Í náinni framtíð, þegar
íbúum hefur fjölgað nokkuð frá því sem nú er, er rétt að huga að þessum
möguleika. Meirihluti hreppsnefndar telur því tillöguna ekki tímabæra eins
og sakir standa.
Tillagan er felld með þremur atkvæðum meirihlutans.
22. Beiðni frá Halldóru Baldursdóttur um gögn vegna
skammtímafjármögnun dags. 22/10 2002.
Á síðasta hreppnefndarfundi (aukafundi) fór meirihluti hreppsnefndar fram á
heimild til að taka skammtímalán sem verður hreppnum afar dýrt. Eftir því
sem upplýst var á hreppnefndarfundinum þarf að taka þetta lán vegna
þess að hreppnum var synjað um lán sem ráð var fyrir gert á
fjárhagsáætlun. Nú óska ég eftir að fá ljósrit af þeim gögnum sem send voru
Íbúðalánasjóði þegar sótt var um lánið og af svörum Íbúðalánasjóðs.
Gögn vegna málsins eru lögð fram.
23. Tillaga að starfsmannastefnu dags. 24/10 2002 – fyrri umræða.
Tillögunni er vísað til seinni umræðu á næsta reglulega hreppsnefndarfundi.

5

24. Tillaga að nýjum og endurskoðuðum erindisbréfum – seinni umræða.
Eftirfarandi breytingatillögur voru gerðar:
Aðal -og varmönnum verði fjölgað úr þremur í fimm í Íþrótta- og
tómstundanefnd og Umhverfisnefnd.
Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og ákveðið að tilnefna
nýja nefndarmenn á næsta fundi.
Tillaga um að nefndum verði heimilt að fella niður tvo reglulega fundi vegna
orlofs nefndarmanna, í stað þess að nefndir hafi heimild til að fella niður
fundi í júlí og ágúst.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Breytingatillaga frá Kjartani Hilmissyni:
Nokkur munur er á þessum erindisbréfum og þeim sem fyrir eru.
Þær sem ég hef mestar áhyggjur af, er réttur sveitarstjóra til setu í
nefndunum, með málfrelsi og tillögurétt í þeim flest öllum.
Nefndir eru politíst kjörnar og eiga að vera frjálsar, þaðan eiga að koma
nýjar og ferskar hugmyndir, sem svo aftur hreppsnefnd tekur endanlega
ákvörðun um. Embættismenn, eins og sveitarstjóri eiga ekki að koma að
málum þar til að stýra umræðunni, á frumstigi.
Það er mjög óheppilegt og slæmt fyrir lýðræðið.
Ef einn aðili, sama hver hann er, kemur að stjórnkerfi sveitarfélagsins á
öllum stigum þess, hvaða nafni sem það nefnist, er hann orðin mótandi aðili
úr hófi fram.
Svo lengi sem við viljum hafa óheft lýðræði í hreppnum skulum við varast
slíkt.
T-listinn mælir eindregið á móti þessari tilhögun.
Nefndarformanni er það svo frjálst hverju sinni að kalla sveitarstjóra til
fundar í nefnd, sem fagmanni, til að gefa upplýsingar um einstök mál, sem
eru til umræðu á nefndarfundi.
Tillagan felld með þremur atkvæðum meirihluta gegn tveimur atkvæðum
minnihluta.
Oddviti ber upp erindisbréfin í heild sinni.
Samþykkt með þremur atkvæðum en tveir sitja hjá og gera eftirfarandi grein
fyrir hjásetu sinni: Getum samþykkt erindisbréfin að öllu öðru leiti en því að
sveitarstjóri hafi seturétt, málfrelsi og tillögurétt á fundum nefnda.
Oddviti leitar afbrigða varðandi neðangreint mál. Samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum.
25. Eftirfarandi ályktun er samþykkt samhljóða.
Hreppsnefnd lýsir áhyggjum sínum yfir tíðum brunum í sveitarfélginu síðustu
mánuði sem taldir hafa verið af völdum barna. Mikilvægt er að foreldrar

6

upplýsi börn sín um að þau eigi ekki að hafa eldfæri í fórum sínum og þær
hættur sem eru samfara því að fikta með eld.
Jafnframt beinir hreppsnefnd þeim tilmælum til eldvarnaeftirlits BS og
lögreglu að þessir aðilar standi fyrir fræðslufundi fyrir nemendur Stóru-
Vogaskóla um alvarleika málsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 50

Getum við bætt efni síðunnar?