Hreppsnefnd

1. fundur 07. janúar 2003 kl. 18:00 - 19:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 7. janúar 2003,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Eiður
Örn Hrafnsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri
sem jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 2/12
2002.
Fundargerðin er samþykkt.
2. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefndar Vatnsleysu-strandarhrepps
dags. 18/12 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
29/11 og 5/12 2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
4. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 19/12
2002.
Fundargerðin er samþykkt. Sveitarstjóra er falið að rita SS bréf og afla
upplýsinga um áform um uppsetningu gámaplans í Vogum.
5. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 11/10 og 13/11
2002.
Fundargerðirnar eru samþykktar. Í 3. máli seinni fundargerðarinnar kemur
fram að fulltrúi hreppsins í BS spyr um stöðu mála er varðar aukið samstarf
við Björgunarsveitina Skyggni. Hreppsnefnd leggur áherslu á að málinu
verði hraðað sem kostur er þannig að búnaður til vatnsöflunar verði til
staðar í sveitarfélaginu sem fyrst.
6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 20/11 2002.
Fundargerðin er lögð fram.
7. Fundargerð Starfskjaranefndar STFS og SSS dags. 20/11 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
8. Fundargerð Svæðisráðs Reykjaness dags. 25/11 2002.
Fundargerðin er lögð fram.

2

9. Sala á jörðinni Flekkuvík I til ríkissjóðs Íslands.
Salan er í samræmi við samkomulag milli Iðnaðarráðuneytisins og
hreppsins dags. 28/1 1992 en í 4. grein segir “Endurgreiðsla
Vatnsleysustrandarhrepps á veittum lánum er háð því að af byggingu og
rekstri álvers verði. Verði ekki af byggingu eða rekstri álversins, skal
Vatnsleysustrandarhreppur verða skaðlaus vegna landakaupa og
skuldbindinga sem til er stofnað þeirra vegna. Ríkissjóður yfirtekur við slíkar
aðstæður allar skuldbindingar sem hreppurinn hefur tekið á sig eða kann að
taka á sig vegna kaupa á jarðnæði fyrir álver og höfn á Keilisnesi, enda falla
þá keyptar eignir til ríkissjóðs, sbr. 17. grein lánsfjárlaga nr. 26/1991.”
Hreppsnefnd samþykkir söluna og felur sveitarstjóra að rita undir afsalið,
ásamt því að tryggja að viðskiptareikningur vegna málsins sé á núlli.
10. Hámarkshraði á Vatnsleysustrandavegi.
Vegagerðin hefur nýlega sett upp skilti með 90 km hámarkshraða á þjóðvegi
nr. 420 þ.e. Vatnsleysustrandavegi. Það er álit hreppsnefndar að vegurinn
beri ekki 90 km hámarkshraða og skorar hún því á Vegagerðina að lækka
hámarkshraðann í 70 km.
11. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 23/12 2002.
Um er að ræða álit frá lögfræðingi í félagsmálaráðuneytinu þ.s. hann beinir
því til hreppsnefndar að hún taki til sjálfstæðrar afgreiðslu umsókn Halldórs
Ármannsonar f.h. Bentínu Jónsdóttur um leyfi til að setja upp
myndbandaleigu í bílageymslu að Aragerði 16, komi fram ósk frá þeim um
endurupptöku málsins.
Minnihluti hreppsnefndar óskaði eftir frestun á málinu á fundi hreppsnefndar
10. september 2002, þar sem þeim hefði ekki gefist nægjanlegur tími til að
kynna sér málið en meirihluti hreppsnefndar féllst ekki á þá beiðni þar sem
samþykkt bygginganefndar var skýr og staðfesti meirihlutinn hana á
fundinum. Halldóra Baldursdóttir sendi málið til Félagsmálaráðuneytis
vegna þess að umrædd fundargerð bygginganefndar barst
hreppsnefndarmönnum ekki með tveggja sólarhringa fyrirvara.
Fundargerðinnar var þó getið í fundarboði og einnig að hún myndi berast
hreppsnefndarmönnum á fyrirfram greindum tíma, sem er innan þeirra
tímamarka sem þarf fyrir aukafund.
Ráðuneytið telur að með strangri túlkun megi finna að formi afgreiðslunnar
og mun málið verða tekið fyrir aftur berist um það ósk frá málsaðilum.
Afstaða meirihluta hreppsnefndar liggur þó fyrir í málinu, samanber
afgreiðslu málsins á hreppsnefndarfundi 10. september 2002.
Sveitarstjóra er falið að senda ofangreind gögn til Halldórs Ármannssonar
og Bentínu Jónsdóttur.
12. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 9/12 2002 varðandi
upplýsingar um niðurstöðu fulltrúa sambandsins í viðræðunefnd um
daggjöld hjúkrunarheimila og áfangaskýrslu um athugun á
skólpmengun við sjö þéttbýlisstaði á landinu.

3
Gögnin eru lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 00

Getum við bætt efni síðunnar?