Hreppsnefnd

6. fundur 06. maí 2003 kl. 18:00 - 19:10 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 6. maí 2003,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Lena Rós Matthíasdóttir, Kristinn Þór Guðbjartsson,
Birgir Örn Ólafsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri
sem jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 29/4 2003.
Fundargerðin er samþykkt
2. Fundargerð Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 30/4
2003.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefndar Vatnsleysu-strandarhrepps
dags. 14/4 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 7/4
2003.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
31/3 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 31/3 og
15/4 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
7. Fundargerð Starfskjaranefndar STFS og SSS dags. 2/4 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
8. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28/3
2003.
Fundargerðin er lögð fram.
9. Fundargerðir Bláfjallanefndar dags. 25/2 og 25/3 2003.

2
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
10. Bréf frá sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 26/3 2003
varðandi beiðni um umsögn vegna breytingar á samþykkt um
kattahald.
Hreppsnefnd getur fallist á þau drög sem fyrir eru lögð og telur eðlilegt að
endurmeta gjaldskrá eftir að raunkostnaður liggur fyrir.
11. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 23/4 2003 varðandi beiðni um
afgreiðslu á afskriftum útsvars.
Tillögur um afskriftir að upphæð kr.93.417,- eru samþykktar.
12. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 11/4 2003 þ.s. kynntar
eru ályktanir frá 63. fulltrúaráðsfundi.
Bréfið er lagt fram.
13. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 31/3 2003 varðandi álit
á innsendu erindi hreppsins um veitingu viðbótarlána.
Lögfræðingur Sambandsins kemst ekki að óyggjandi niðurstöðu og bendir á
að réttaróvissa sé í málinu. Umrætt mál er á leiðinni til
Félagsmálaráðuneytisins til úrskurðar.
14. Bréf frá Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytinu dags. 10/4 2003
varðandi breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu.
Bréfið er lagt fram.
15. Kjörskrá.
Kjörskrá vegna alþingiskosninga 10. maí 2003 er lögð fram og samþykkt.
16. Lóðarmál.
a) Lóðarhafi að Mýrargötu 5 hefur ekki staðið við úthlutunarskilmála og er
því lóðin afturkölluð.
b) Sperringur ehf. kt.710701-2370 sækir um lóðina Mýrargata 5 fyrir
einbýlishús.
Hreppsnefnd samþykkir úthlutunina.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 10

Getum við bætt efni síðunnar?