Hreppsnefnd

2. fundur 10. febrúar 2004 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 10. febrúar 2004,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson,
Gunnar Helgason, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri
sem jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Bréf frá Guðbjörgu Jóhannesdóttur atvinnuráðgjafa SSS dags. 7/1
2004.
Hreppnefnd felur sveitarstjóra að boða Guðbjörgu á næsta reglulegan
hreppsnefndarfund.
2. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 27/1 2004.
Hreppsnefnd vísar 6. máli aftur til Skipulags-og bygginganefndar og óskar
hún eftir því, í ljósi bréfs frá lögmanni hreppsins, að nefndin taki málið til
skoðunar að nýju. Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Birgir Þórarinsson bókar:
Hreppsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 18. nóvember 2003 fundargerð
skipulags- og byggingarnefndar, dagsetta 28.október 2003. Í 2. máli
fundargerðarinnar sækir Guðrún Ragnarsdóttir um leyfi fyrir húsbyggingu á
einkalóð sinni að Vogagerði 30.
Í málinu kemur fram að Skipulags- og byggingarnefnd geti ekki tekið afstöðu
til byggingarleyfis fyrr en teikning liggi fyrir og grenndarkynning hafi farið
fram, þar sem ekkert samþykkt deiliskipulag sé í gildi fyrir svæðið.
Ljóst má vera að samþykkt hreppsnefndar, á áðurnefndri fundargerð, hefur
gert það að verkum að leyfisbeiðandi lagði í kostnað og vinnu við teikningar
og framkvæmd grenndarkynningar.
Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar, dagsett 28. janúar 2004, samþykkir
nefndin síðan áðurnefndar teikningar og grenndarkynningu og veitir
leyfisbeiðanda byggingarleyfi.
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Í fundargerðinni kemur
einnig fram að málið samræmist gildandi aðalskipulagi. Í ljósi ofangreinds tel
ég ekki rök fyrir frestun málsins
Inn á fundinn hefur borist bréf frá lögmanni hreppsins, Jóhannesi Karli
Sveinssyni, þar sem hann tilgreinir að sveitarstjórn geti ekki samþykkt
áðurnefnda húsbyggingu þar sem óvissa sé um heimildir að lóðinni m.a.
hvað eignarhald varðar. Efnislega er bréf lögmanns hreppsins með þeim

2

hætti að óhjákvæmilegt er að fram fari nánari skoðun á þeim þáttum sem
þar eru tilgreindir.
Feril þessa máls tel ég óviðunandi. Mun ég því sitja hjá við afgreiðslu þess.
Birgir Þórarinsson, varaoddviti.
Gunnar Helgason tekur undir bókun Birgis og situr hjá.
Jón Gunnarsson bókar:
Ég tel óverjandi að fara ekki að leiðbeiningum lögmanns hreppsins. Kristinn
Þór og Halldóra taka undir bókunina. Halldóra gerir jafnframt alvarlegar
athugasemdir við afgreiðslu málsins á öllum stigum þess.
3. Fundargerð Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 28/1
2004.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum dags. 7/1 og 21/1
2004.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
5. Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja dags. 13/1 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
29/1 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
7. Fundargerð stjórnar Dvaldarheimilis aldraðra á Suðurnesjum dags.
30/12 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
8. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 5/1, 15/1
og 30/1 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
9. Fundargerð stjórnar Skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins dags. 11/12
2003.
Fundargerðin er lögð fram.
10. Bréf frá Skógræktar-og landgræðslufélaginu Skógfelli dags. 29/1 2004
varðandi beiðni um niðurfellingu á fasteigna-gjöldum á landi þeirra við
Háabjalla.
Hreppsnefnd samþykkir beiðnina.
11. Bréf frá Sóknarnefnd Kálfatjarnarkirkju dags. 21/1 2004 varðandi
beiðni um að hreppsnefnd greiði laun organista við kirkjuna og felli
jafnframt út styrk vegna rafmagnskostnaður. Einnig að fella niður
fasteignagjöld á þjónustuhúsi kirkjunnar. Framundan er
kostnaðarsamt viðhald á kirkjunni.

3

Hreppnefnd samþykkir að fella niður fasteignagjöld á þjónustuhúsi
kirkjunnar. Aftur á móti telur hreppsnefnd sig ekki geta orðið við beiðninni
um greiðslu á launum organista en mun þess í stað skoða sérstaka
styrkveitingu vegna framkvæmda við endurbætur á kirkjunni á næsta
fjárhagsári.
12. Bréf frá Lögreglustjóranum í Keflavík dags. 22/12 2003 um að
hreppsnefnd veiti umsögn um endurnýjun á veitingaleyfi fyrir
Glaðheima.
Sveitarstjóra falið málið.
13. Afrit af bréfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja dags. 29/1 2004 varðandi
umsögn um veitingaleyfi fyrir Glaðheima.
Bréfið er kynnt.
14. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 18/12 2003 varðandi tillögu
Afskriftanefndar Fjármálaráðuneytisins að afskriftum opinberra gjalda.
Hreppsnefnd samþykkir afskriftartilöguna, samtals kr. 482.933,-
15. Bréf frá SBK dags. 27/1 2004 varðandi tilboð SBK í hlutafé hreppsins í
fyrirtækinu á genginu 1,6 eða kr. 320.000,-
Hreppsnefnd samþykkir tilboðið og felur sveitarstjóra málið.
16. Bréf frá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga dags. 5/1 2004 þ.s. óskað er
eftir sveitafélögin styrki útgáfu Sveitarstjórnarmála með áskrift af fleiri
eintökum.
Hreppsnefnd samþykkir áskrift á 2 eintökum.
17. Bréf frá Alþingi dags. 13/1 2004 þ.s. Fjárlaganefnd hefur úthlutað af
fjárlögum 2004 kr. 1.000.000,- til skráningar á sögu
Vatnsleysustrandarhrepps.
Hreppsnefnd óskar eftir því að Menninganefndin veiti umsögn um hvernig
best sé að hefja verkið.
18. Bréf frá Sambandi íslenskra sparisjóða dags. 8/1 2004.
Bréfið er kynnt.
19. Afrit af bréfi frá Nefnd um sameiningu sveitarfélaga dags. 22/1 2004
þ.s. óskað er eftir samstarfi landshlutasamtakanna um vinnslu tillagna
um sameiningakosti.
Bréfið er kynnt. Oddviti óskar eftir að hreppsnefndarmenn setji fram
hugmyndir sínar í málinu. Kristinn Þór Guðbjartsson lýsir furðu sinni á því
hversu knappur tími er gefinn af hálfu sameininganefndar til tillögugerðar.
20. Bréf frá Guðlaugi S. Pálmasyni dags. 13/1 2004 varðandi beiðni um
styrk vegna sjálfsstyrkingarverkefnins “Ég er húsið mitt”.
Hreppsnefnd samþykkir erindið.

4

21. Bréf frá Íþrótta-og Ólympíusambandi Íslands dags. 23/1 2004 varðandi
skýrslu vinnuhóps um íþróttaiðkun án endurgjalds.
Samþykkt að senda bréfið til kynningar til Íþrótta-og tómstundanefndar.
22. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 22/1 2004 þ.s. vakin er athygli á
verkefninu “Hreyfing eflir hugann”.
Bréfið er kynnt.
23. Meirihluti hreppsnefndar gerir tillögu um lækkun á sorphirðugjöldum
úr kr. 6.500,- í kr. 4.900,- í ljósi hagstæðs tilboðs í sorphirðu.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
24. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 26/1
2004.
Fundargerðin er samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20 00

Getum við bætt efni síðunnar?