Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 9. mars 2004,
kl. 17 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Kjartan
Hilmisson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.
DAGSKRÁ
1. Skýrsla um endurbætur á fráveitu. Skýrsluhöfundur Einar K.
Stefánsson frá VSÓ mætir á fundinn og fylgir skýrslunni úr hlaði.
Oddviti bauð Einar velkominn. Einar fór yfir þær kröfur sem gerðar eru til
sveitarfélaga í fráveitumálum. Einnig skýrði hann niðurstöðu skýrslu sinnar
um endurbætur á útrásum í Vogum, ásamt kostnaðaráætlun.
2. Guðbjörg Jóhannesdóttir atvinnuráðgjafi SSS mætti á fundinn.
Oddviti bauð Guðbjörgu velkomna. Hún kynnti hlutverk sitt sem
atvinnuráðgjafi. Einnig upplýsti hún að nokkur fyrirtæki í Vogum hafa leitað
eftir aðstoð hennar og svaraði hún einnig spurningum hreppsnefndarmanna.
3. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 24/2 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefndar Vatnsleysustrandar-hrepps
dags. 9/2 2004.
1. mál fundargerðarinnar er frestað þ.t. hreppsnefnd hefur kynnt sér nánar
stefnumótunartillögurnar. Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt.
5. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 17/2
2004.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 23/2
2004.
Fundargerðin er samþykkt.
7. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum dags. 7/1 og 21/1
2004.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
8. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
19/2 2004.
2
Fundargerðin er samþykkt.
9. Fundargerð stjórnar Dvaldarheimilis aldraðra á Suðurnesjum dags.
16/2 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
10. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 20/2 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
11. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 4/2 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
12. Fundargerð Skólanefndar FS dags. 24/2 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
13. Fundargerð stjórnar Skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins dags. 28./1
2004.
Fundargerðin er lögð fram.
14. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 4/2 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
15. Bréf frá Lenu Rós Matthíasdóttur dags. 27/2 2004 þ.s. hún segir upp
starfi sínu sem tómstunda-og forvarnarfulltrúi.
Hreppsnefnd þakkar Lenu Rós fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar í
nýju starfi sem prestur í Grafavogi.
16. Bréf frá Ungmennafélaginu Þrótti dags. 1. mars 2004.
Sveitarstjóra er falið að ræða við stjórn Þróttar um málið.
17. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja dags. 9/2 2004 varðandi
samþykkt um kattahald á Suðurnesjum, ásamt gjaldskrá.
Hreppsnefnd fagnar samþykktinni og samþykkir hana og einnig gjaldskrán.
18. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja dags. 19/2 2004 varðandi drög
að sorpsamþykkt fyrir Suðurnes.
Hreppsnefnd samþykkir sorpsamþykktina.
19. Bréf frá Óbyggðanefnd dags. 23/2 2004 varðandi kröfur
fjármálaráðherra fyrir hönd íslenskra ríkisins um þjóðlendur á
Suðvesturlandi.
Hreppsnefnd lýsir furðu sinni á kröfum Óbyggðanefndar um þjóðlendur á
Suðvesturlandi. Jafnframt mótmælir hreppsnefnd þeim hreppamörkum sem
notuð eru við kröfugerðina, en þar er ekki gert ráð fyrir óvissu um mörk
Grindavíkur og Vatnsleysustrandarhrepps. Sveitarstjóra og Birgi
Þórarinssyni varaoddvita er falið að vinna að málinu í samráði við lögmann
hreppsins.
3
20. Bréf frá Alþingi dags. 5/2 2004 þ.s. gefinn er kostur á að veita umsögn
vegna tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun.
Hreppsnefnd tekur ekki afstöðu til þingsályktunartillögunnar.
21. Bréf frá Alþingi dags. 13/2 2004 þ.s. gefinn er kostur á að veita umsögn
vegna tillögu til þingsályktunar um skipan nefndar um öryggi og varnir
Íslands.
Hreppsnefnd tekur ekki afstöðu til þingsályktunartillögunnar.
22. Bréf frá Alþingi dags. 1/3 2004 þ.s. gefinn er kostur á að veita umsögn
um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga.
Hreppsnefnd tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.
23. Endurskoðun á áætlun 2004 og 3ja ára áætlun 2005-2007 – fyrri
umræða.
Oddviti og sveitarstjóri kynnti áætlanirnar og er þeim vísað til seinni umræðu
eftir talsverðar umræður.
Bréf frá Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 30