Hreppsnefnd

5. fundur 11. maí 2004 kl. 20:00 - 23:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, mánudaginn 11. maí 2004,
kl. 20 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Birgir
Örn Ólafsson, Hörður Harðarsson og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

Oddviti leitaði afbrigða varðandi eftirfarandi mál:
Bréf frá Nestor lögmenn dags. 11/5 2004.
Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar dags. 27/1 2004,
6. liður.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Birgir Örn Ólafsson greiðir ekki atkvæði
vegna tengsla sinna við málin.
1. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 30/3 og 27/4 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
2. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 30/3
2004.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerðir Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 25/2
og 28/4 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
4. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefndar Vatnsleysustrandar-hrepps
dags. 8/3 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerðir Starfskjaranefndar STFS og SSS dags. 24/3 og 31/3 2004.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
6. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 21/4 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
7. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum dags. 24/3 og 14/4
2004.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
8. Fundargerð stjórnar Dvaldarheimilis aldraðra á Suðurnesjum dags.
29/3 2004.

2

Fundargerðin er samþykkt.
9. Fundargerð Skólanefndar FS dags. 9/3 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
10. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 26/2,
25/3 og 7/4 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
11. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
18/3 og 31/3 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
12. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 4/2 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
13. Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða á höfuðborgarsvæðisins dags. 25/2
og 30/3 2004.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
14. Bréf frá Lögreglustjóranum í Keflavík dags. 18/9 2003 þ.s. óskað er
eftir umsögn hreppsnefndar um að gangur í sameiginlegur rými verði
hluti veitingastofunar Mamma Mía.
Gangur í sameiginlegu rými er ekki hluti veitingastofunar en í gildi er heimild
frá húsfélaginu Vogaseli til handa Mamma Mía til að nýta sameignina,
þ.e.salerni og aðstöðu fyrir aukaborð. Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir
við að leyfi verði veitt m.v. ofangreindar forsendur.
15. Bréf frá Grindavíkurbæ dags. 15/4 2004 þ.s. fram kemur að bæjarstjórn
Grindavíkur hefur samþykkt að ekki sé ástæða til að íhuga sameiningu
við önnur sveitarfélög
Bréfið er kynnt.
16. Bréf frá Sveitarfélaginu Garður dags. 30/3 2004 þ.s. fram kemur að
bæjarstjórn styður óbreytta skipan sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Bréfið er kynnt.
17. a) Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 12/1 þ.s. fram
koma upplýsingar um stöðu mála í stefnumótunarvinnu í
atvinnumálum á Suðurnesjum.
Bréfið er kynnt.
b) Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 23/3 2004 þ.s.
SSS óskar eftir hugmyndum sveitarfélaganna á Suðurnesjum á því
hver sé æskileg sveitarfélagaskipan á svæðinu.
Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps telur að nauðsynlegt sé fyrir
sveitarfélög í landinu að skoða reglulega hvort ná megi fram hagstæðari
rekstri og betri þjónustu við íbúa sveitarfélaga með aukinni samvinnu eða
eftir atvikum sameiningu við önnur sveitarfélög.

3

Íbúar sveitarfélaga eiga að hafa mikið um það að segja hvort sameining við
annað eða önnur sveitarfélög sé fýsileg eður ei. Með hliðsjón af nýju átaki
félagsmálaráðuneytisins í sameiningu sveitarfélaga mun hreppsnefnd
standa fyrir íbúaþingi um sameiningarmál. Hreppsbúum verður þar gefið
tækifæri til þess að taka þátt í opinni umræðu um kosti og galla
sameiningar. Efnislega er því ekki hægt að svara erindi S.S.S. fyrr en
ofangreindri umræðu er lokið.
18. Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja dags. 29/3 2004 varðandi
uppsögn samkomulags um afgreiðslu- og ritarastörf fyrir HSS í
Vogum.
Bréfið er kynnt.
19. Bréf frá Verkalýðs-og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis
ódagsett þ.s. ályktanir frá síðasta aðalfundi eru kynntar.
Bréfið er kynnt.
Birgir Örn Ólafsson vék af fundi og Kjartan Hilmisson tekur sæti hans.
20. Bréf frá Nestor lögmenn dags. 30/3 2004 varðandi yfirmatsbeiðni á
Suðurkotslandi.
Bréfið er lagt fram.
Kjartan Hilmisson vék af fundi og Birgir Örn Ólafsson tekur sæti hans.
21. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 25/3 2004 þ.s. tilkynnt er að
hámarkshraði á Vatnsleysustrandarvegi hefur verið breytt í 70km á
klst.
Hreppsnefnd fagnar því að málið sé nú loks komið í höfn.
22. Bréf frá Úrskurðarnefnd skipulags-og byggingamála dags. 31. mars
2004 varðandi úrskurð nefndarinnar á kæru eigenda Skólatúns I á
ákvörðun Skipulags-og bygginganefndar um að synja umsókn um leyfi
til að loka Naustakotsvegi með hliði.
Úrskurðarnefndin fellir úr gildi ákvörðun Skipulags-og bygginganefndar á
þeim forsendum að hún hafi ekki haft heimild til að afgreiða málið, heldur
Vegagerðin.
Sveitarstjóra er falið að ræða við Vegagerðina um framhald málsins.
23. Bréf frá KSÍ dags. 7/4 2004 þ.s. kynnt átak KSÍ í byggja sparkvelli með
gervigrasi fyrir börn og unglinga við skólalóðir í sveitarfélögum.
Hreppsnefnd samþykkir að sækja um sparkvöll og sveitarstjóra falið að
kanna möguleika á því að völlurinn verði hluti af lóðarframkvæmdum vegna
stækkunar Stóru-Vogaskóla.
24. Bréf frá Krossgötum dags. 4/3 2004 varðandi beiðni um styrk til
stækkunar á endurhæfingaheimili.
Hreppsnefnd getur ekki orðið við erindinu.

4

25. Endurskoðaður leigusamningur við Golfklúbb Vatnsleysustrandar þ.s.
hreppsnefnd leigir Móakot, Hátún, Fjósakot, Goðhól og hluta af
jörðinni Kálfatjörn undir núverandi golfvöll.
Samningurinn er samþykktur samhljóða.
26. Lóðarmál.
Eftirtaldir aðilar sækja um lóðina Brekkugata 23-25:
a) Guðmundur Ó. Þórðarsson, Seiðakvísl 32, Reykjavík.
b) Sigmundur Kjartansson, Vesturtún 37, Bessastaðahr.
c) Sparri ehf., Sóltún 2, Reykjanesbæ.
d) VogarÖfl ehf., Leirdal 16, Vogum.
Umsókn Sparra ehf. er elsta umsóknin. Hreppsnefnd samþykkir að úthluta
Sparra ehf. lóðinni.
27. Bréf frá Menninganefnd Vatnsleysustrandarhrepps dags. 22/4 2004
varðandi tillögur um vinnu við söguskráningu.
Hreppsnefnd tekur undir tillögurnar.
28. Tillaga að ráðningu tómstundar-og forvarnarfulltrúa.
Hreppsnefnd samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar að ráða Guðrúnu
Helgu Harðardóttur í starfið. Umsækjendum er þakkaður sýndur áhugi.
29. Drög að samningi við Fasteign hf.
Hreppsnefnd samþykkir samningsdrögin og felur sveitarstjóra að undirrita
og jafnframt að ganga frá afsali fyrir skólanum til Fasteignar hf.
30. Tillaga að vinnuhóp til að vinna að gerð umhverfisáætlunar.
Hreppsnefnd tilnefnir sveitarstjóra, tækni-og umhverfisstjóra og formann
Umhverfisnefndar í vinnuhópinn. Hópurinn mun skila vinnuáætlun til
hreppsnefndar fyrir næsta fund.
31. Framkvæmdaryfirlit 2004-2007.
Sveitarstjóra og tækni-og umhverfisstjóra er falið að koma með tillögur að
framkvæmdum 2004 fyrir næsta fund.
32. Þjóðlendumál.
Birgir Þórarinsson og sveitarstjóri gerðu grein fyrir fundi sem haldinn var
með landeigendum varðandi kröfu ríkisins um þjóðlendur í
Vatnsleysustrandarhreppi.
33. Ársreikningur – fyrri umræða.
Sveitarstjóri fór yfir og skýrði ársreikninginn og er honum vísað til seinni
umræðu.
34. Fundargerð Menninganefndar dags. 22/4 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
35. Fundargerð þarfagreininganefndar dags. 22/4 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
Birgir Örn Ólafsson vék af fundi og Kjartan Hilmisson tekur sæti hans.

5
36. Bréf frá Nestor lögmenn dags 11/5 2004.
Bréfið er kynnt.
37. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 27/1 2004, 6. liður.
Á fundi hreppsnefndar hinn 10. febrúar var 6. máli (umsókn um
byggingarleyfi vegna Vogagerðis 30) vísað aftur til byggingarnefndar vegna
óvissu um eignarhald o.fl. Samþykkt er í ljósi framkominna upplýsinga og
yfirlýsinga f.h. landeigenda að taka málið aftur á dagskrá. Hreppsnefnd
ákveður að endurupptaka fyrri afgreiðslu og staðfesta veitingu
byggingarleyfisins. Byggingarnefnd og byggingarfulltrúa verður tilkynnt um
þessa niðurstöðu.
Kjartan Hilmisson vék af fundi og Birgir Örn Ólafsson tekur sæti hans.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23 00

Getum við bætt efni síðunnar?