Hreppsnefnd

6. fundur 01. júní 2004 kl. 18:00 - 21:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, mánudaginn 1. júní 2004,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Kjartan
Hilmisson, Hörður Harðarsson og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

Oddviti leitaði afbrigða varðandi fundargerð Fræðslunefndar dags. 1.
júní 2004. Samþykkt samhljóða.
1. Oddvitakjör.
Jón Gunnarsson var samhljóða kjörinn oddviti og Birgir Þórarinsson
samhljóða kosinn varaoddviti.
2. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 25/5 2004.
Fundargerðin er samþykkt. Varðandi 5. mál fundargerðarinnar þá er
sveitarstjóra falið að kanna áhuga verktaka á framkvæmdinni í heild sinni,
þ.e. bæði gatna- og byggingaframkvæmdum og auglýsa
deiliskipulagstillöguna við Heiðardal og Miðdal að því loknu.
3. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 24/5
2004.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerðir Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 5/5
og 26/5 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
5. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefndar Vatnsleysustrandar-hrepps
dags. 9/2 og 10/5 2004.
Seinni fundargerðin er samþykkt. Varðandi 1. mál fyrri fundargerðarinnar
um stefnumótun nefndarinnar, þá samþykkir hreppsnefnd stefnuna en telur
að að skoða þurfi betur þær leiðir sem farnar verða til að ná þeim
markmiðum sem þar koma fram.
6. Fundargerðir Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 29/3,
17/5, 26/5 og 1/6 2004.
Varðandi 4. fund 2. mál c. lið, þá samþykkir hreppsnefnd tillögu skólastjóra
um að skipta 5. bekk upp í ákveðnum greinum, á næsta skólaári. Við þessa
breytingu bætast 16-17 tímar á viku við vegna kennslu í 5. bekk.

2

Kostnaðaráætlun fyrir skólaárið, 2 milljónir er vísað til fjárhagsáætlunar. Að
öðru leyti eru fundargerðirnar samþykktar.
7. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
13/5 2004.
Fundargerðin er samþykkt
8. Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum dags. 28/4 og
14/5 2004.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 6/5 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
10. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 5/5 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
11. Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða á höfuðborgarsvæðisins dags. 28/4
og 14/5 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
12. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 19/5 2004 varðandi beiðni um
afgreiðslu hreppsnefnar á afskriftum opinberra gjalda samkvæmt lista.
Hreppsnefnd samþykkir tillögurnar.
13. Bréf frá Samband íslenkra sveitarfélaga dags. 23/4 2004 varðandi
ályktun fulltrúaráðs um eflingu sveitarstjórnar-stigsins.
Bréfið er kynnt.
14. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 15/4 2004 þ.s. kynntar eru
heimildir Jöfnunarsjóðs til að veita viðbótarframlög í kjölfar
sameiningar sveitarfélaga.
Bréfið er kynnt.
15. Bréf frá Jafnréttisstofu og Félagsmálaráðuneytinu dags. 4/5 2004 þ.s.
bent er á að fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn skuli
setja sér jafnréttisáætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti kvenna
og karla í starfsmannastefnu sinni.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
16. Bréf frá Íþrótta-og ólympíusambandi Íslands dags. 5/5 2004 þ.s.
kynntar eru ákyktanir og áskoranir frá Íþróttaþingi ÍSÍ 24. apríl s.l.
Bréfið er kynnt.
17. Bréf frá Skákfélaginu Hróknum ódagsett, þ.s. óskað er eftir að
hreppurinn taki þátt í áheitasöfnun eða gerast gull-eða silfur bakhjarl
félagsins.
Hreppsnefnd samþykkir að gerast silfurbakhjarl Hróksins með 50 þúsund
króna framlagi.

3
18. Framkvæmdaryfirlit 2004.
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um framkvæmdayfirlit fyrir 2004 að
upphæð 31,6 milljónir.
19. Endurskoðun á samningi við Skólamálaskrifstofu Reykjanesbæjar.
Hreppsnefnd samþykkir að segja upp samningi við Skólamálaskrifstofu
Reykjanesbæjar og óskar jafnframt eftir viðræðum um nýjan samningnum.
Kjartan Hilmisson óskar bókunar: Tel rétt að skoða málið betur áður en
samningi þessum er sagt upp, þ.s. hér er um mjög mikilvæga þjónustu að
ræða og greiði ég því ákvæði á móti.
20. Tillaga að breyttum opnunartíma skrifstofu.
Sveitarstjóri lagði fram tillögu um að opnunartími skrifstofu yrði framvegis frá
8:30 – 15:30. Hreppsnefnd samþykkir tillöguna.
21. Vinnuáætlun vinnuhóps um umhverfisáætlun.
Hreppsnefnd samþykkir framlagða tillögu að vinnuáætlun.
22. Viðbótarlán.
Hreppsnefnd samþykkir að óska eftir aukaheimild til Íbúðalánasjóðs um
veitingu viðbótalána að upphæð 15 milljónir. Kostnaður við breytinguna,
600 þúsund er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
23. Fjölskyldudagurinn.
Samþykkt að halda hinn árlega fjölskyldudag, laugardaginn 7. ágúst.
Sveitarstjóra og tómstundafulltrúa falið að hefja undirbúning.
24. Lóðarmál.
Ákvörðun frestað þar til fyrir liggur niðurstaða um hvort hverfinu verði
úthlutað til verktaka eða einstaklinga, sbr. bókun í 2. máli þessarar
fundargerðar.
25. Ráðning leikskólastjóra.
Fræðslunefnd mælir með Salvöru Jóhannesdóttir í starfið. Hreppsnefnd
samþykkir að ráða hana sem leikskólastjóra á leikskólanum Suðurvöllum.
26. Ársreikningur 2003 – seinni umræða.
Oddviti og sveitarstjóri fór yfir ársreikninginn. Helstu tölur eru eftirfarandi:
Heildartekjur samstæðu. 303.204,-
Heildargjöld: 301.727,-
Fjármagnsliðir 35.361,-
Niðurstaða án fjárm.l. 1.477,-
Rekstrarniðurstaða -33.884,-
Eignir 891.801,-
Skuldir án lífeyrisskuldb 578.228,-
Skuldir með lífeyrisskuldb 621.673,-
Ársreikningurinn er samþykktur samhljóða.

4
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21 00

Getum við bætt efni síðunnar?