Hreppsnefnd

8. fundur 07. september 2004 kl. 18:00 - 20:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 7. september 2004,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Hanna Helgadóttir, Birgir
Örn Ólafsson, Hörður Harðarsson og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 24/8 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
2. Fundargerðir Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 1/6 og
30/8 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
3. Fundargerðir Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 30/6
og 14/7 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
4. Fundargerðir Menninganefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 4/6
og 15/6 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
5. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 8/6
2004.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
14/6 og 29/7 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
7. Fundargerðir Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 3/5, 10/6 og 1/7
2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
8. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 12/3, 10/6 og 13/7
2004.
Fundargerðrnar eru samþykktar.

2

9. Fundargerð aðalfundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesja
dags. 29/4 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
10. Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesja dags. 13/5 og 9/7
2004.
Fyrri fundargerðin er samþykkt. Varðandi seinni fundargerðina og
sameiginlega yfirlýsingu sem henni fylgir, telur hreppsnefnd að nauðsynlegt
sé að byggt verði hjúkrunarheimili fyrir aldraðra í Reykjanesbæ, hið fyrsta.
Eðlilegt er að D.S. komi að því máli. Hins vegnar lýsir hreppsnefnd undrun
sinni á því með hvaða hætti umrædd yfirlýsing verður til en í því ferli er farið
á svig við hefðbundnar samskiptareglur sveitarfélaga á Suðurnesjum hvað
samstarfsverkefni varðar. Hreppsnefnd harmar að hafa ekki fengið að taka
þátt í mótun stefnu í þessu mikilvæga máli. Eðlilegt og réttmætt er að
eignaraðilar komi saman til fundar og nái sameiginlegri niðurstöðu.
11. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 2/6 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
12. Fundargerð Fjallskilanefndar dags. 26/8 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
13. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 30/6 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
14. Fundargerð stjórnar Skíðasvæða á höfuðborgarsvæðisins dags. 2/6
2004.
Fundargerðin er lögð fram.
15. Minnisblað um starfsemi unglingavinnuskólans dags. 18/8 2004.
Minnisblaðið er lagt fram.
16. Bréf frá Sigrúnu Stefánsdóttir og Dean Turner.
Hreppsnefnd getur ekki orðið við erindinu.
17. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 12/5 og 25/8 2004 varðandi
beiðni um afgreiðslu hreppsnefndar á afskriftum opinberra gjalda
samkvæmt lista.
Hreppsnefnd samþykkir þessar tillögurnar.
18. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja dags. 26/8 2004 varðandi vöntun
á bundnu slitlagi við Nesbú hf .
Hreppsnefnd er með framkvæmdina inn á fjárhagsáætlun 2004 og hefur
óskað eftir tilboðum í verkið og vonast til að framkvæmdum ljúki í október.
19. Bréf frá Sverri Stormsker, endurupptekið þ.s. óskað er eftir heimild til
lögheimiliskráningar í Breiðagerði.
Samkvæmt skipulagi eru þessi svæði frístundabyggð og hefur hreppsnefnd
ekki áform um að breyta því að svo stöddu. Því getur hún ekki orðið við
erindinu.

3

20. Bréf frá Arndísi Einarsdóttur og Róberti Kristjánssyni dags. 30/6 2004
þ.s. óskað er eftir heimild til lögheimiliskráningar í Hvassahrauni.
Samkvæmt skipulagi eru þessi svæði frístundabyggð og hefur hreppsnefnd
ekki áform um að breyta því að svo stöddu. Því getur hún ekki orðið við
erindinu.
21. Samningur um gerð beitarhólfs fyrir sauðfé.
Hreppsnefnd lýsir ánægju sinni með samninginn og fagnar því að
lausaganga búfjár verði nú loksins bönnuð á Suðurnesjum og beitarmál fyrir
sauðfé leyst til frambúðar.
22. Hafnarmál.
a) Reglugerð fyrir Vogahöfn.
Hreppsnefnd samþykkir reglugerðina.
b) Aðild að Hafnarsambandi sveitarfélaga.
Hreppsnefnd samþykkir að Vogahöfn gerist aðili að Hafnarsambandi
sveitarfélaga.
23. Tilnefning á stjórnarfund Hitaveitu Suðurnesja hf. Þann 24. septemer
2004.
Hreppsnefnd tilnefnir Jón Gunnarsson sem aðalmann og Birgir Þórarinsson
til vara.
24. Tillaga að skipun formanns í Fræðslunefnd Vatnsleysu-
strandarhrepps.
Hreppsnefnd samþykkir að Áshildur Linnet verði formaður Fræðslunefndar.
Hreppsnefnd þakkar Lenu Rós Matthíasdóttur fyrir góð störf í þágu
hreppsins.
25. Framkvæmdir.
Sveitarstjóri upplýsti að tilboð frá Rekunni hf . voru tekin í göngustíga og
gangstéttar að upphæð 13,2 milljónir. Framkvæmdir eru að hefjast og mun
framkvæmdum ljúka í nóvember.
26. Lóðarmál.
Sveitarstjóri upplýsti að gögn hafi verið send út til 24 verktaka til að kanna
áhuga þeirra á að byggja fjölbýlishús við Heiðargerði og blandaða byggð við
Heiðardal og Miðdal. 16 verktakar hafa sýnt áhuga og standa viðræður yfir
við þá.

27. Borgarafundur/íbúaþing.
Hreppsnefnd ákveður að falla frá áður áætlaðu íbúaþingi vegna mikils
kostnaðar við undirbúning og framkvæmd þess. Þess í stað verður haldinn
borgarafundur um málefni hreppsins og verður hann auglýstur síðar.
28. Vatnsveitumálið.

4

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála. Búast má við tilboði frá Hitaveitu Suðurnesja
í lok þessa mánaðar.
29. Staða yfirmats á Suðurkotslandi.
Yfirmatsmenn eru með málið til meðferðar og leggur hreppnefnd áherslu á
að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst.
Birgir Örn Ólafsson tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.
30. Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarbók.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20 30

Getum við bætt efni síðunnar?