Hreppsnefnd

10. fundur 09. nóvember 2004 kl. 19:00 - 21:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 9. nóvember 2004,
kl. 19 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Birgir
Örn Ólafsson, Hörður Harðarsson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt
ritaði fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

Oddviti leitaði afbrigða varðandi fundargerð Skipulags-og
byggingarnefndar dags. 9/11 2004.
Samþykkt samhljóða. Fundargerðin verður tekin til afgreiðslu undir
1. máli.
1. Fundargerðir Skipulags-og bygginganefndarnefndar
Vatnsleysustrandarhrepps dags. 2/11 og 9/11 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
2. Fundargerðir Íþrótta-og tómstundanefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 11/10 og 25/10 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar. Varðandi 3. mál seinni fundargerðarinnar
lagði Jón Gunnarsson fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti hreppsnefndar lýsir undrun á bókun Birgis og Bergs, þar sem
fjallað er um upplýsingastreymi frá skrifstofu hreppsins.
Í fyrsta lagi er það ekki ákvörðun starfsmanna á skrifstofu hvort erindi sem
berast hreppsnefnd eru send öðrum til umsagnar og einnig tók Birgir þátt í
afgreiðslu hreppsnefndar á hluta þeirra erinda sem um er rætt án
athugasemda. Það er alltaf hvimleitt þegar kjörnir fulltrúar eru ekki
sjálfum sér samkvæmir milli nefnda. Það kann að vera rétt í framhaldi af
þessu máli að skerpa á erindisbréfi nefndarinnar þannig að ekki sé um
framtíðarmisskilning á hlutverki hennar að ræða.
Samþykkt með 3 atkvæðum meirihlutans.
3. Fundargerðir Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 18/10
og 1/11 2004.
Varðandi a lið fyrri fundargerðarinnar og seinni lið
bréfs Kjartans Hilmissonar og bókun fræðslunefndar vegna hans, þá tekur
hreppsnefnd undir að þegar kjaradeilu við kennara verður lokið þá sé
nauðsynlegt að fara yfir með hvaða hætti unnt verði að tryggja nemendum
í grunnskólanum eðlilega námsframvindu.

2

Eins langt verkfall og raun ber vitni raskar alltaf eðlilegri framvindu og við
því þarf að bregðast.
Varðandi fyrirspurn Bergs Álfþórssonar um hversvegna Fræðslunefnd hafi
ekki verið upplýst um uppsögn hreppsins á samningi við
Skólamálaskrifstofu Reykjanesbæjar vill hreppsnefnd taka fram að
umræddur samningur hefur ekki runnið út og því engin breyting á þeirri
þjónustu sem veitt er samkvæmt honum. Uppsögn samningsins er liður í
því að ná niður kostnaði og eru viðræður í gangi við Reykjanesbæ um það
atriði. Náist samningar um greiðslu vegna þjónustu verður ekki um neina
breytingu á þjónustu að ræða. Reynist ekki unnt að ná samkomulagi um
greiðslur þá þarf að taka ákvörðun um
hvort samningnum verði breytt í veigamiklum atriðum, eða hvort leita þurfi
samninga við aðra aðila og mun þá verða leitað umsagnar
Fræðslunefndar.
4. Fundargerðir Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 29/9
og 27/10 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
5. Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 15/10 og
20/10 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
6. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 29/9 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
7. Fundargerð Starfskjaranefndar S.T.F.S. og S.S.S. dags. 15/9 og 4/10
2004.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
8. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 23/9 og
28/10 2004.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
9. Fundargerð Almannavarna Suðurnesja dags. 8/10 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
10. Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum dags.
8/10 2004.
Fundargerðin er samþykkt.
11. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 13/10 2004.
Fundargerðin er lögð fram.
12. Bréf frá Björgunarsveitinni Skyggni dags. 4/10 2004 varðandi beiðni
um styrk vegna malbikunarframkævmda á lóð björgunarstöðvarinnar
að Iðndal 5.
Hreppsnefnd samþykkir að veita Skyggni styrk að upphæð kr. 300.000
m.v. að heildarverkið verði klárað.

3

13. Bréf (tölvupóstur) frá Guðrúnu Andreu Einarsdóttur dags. 26/10 2004
þ.s. hún segir sig úr Umhverfisnefnd.
Hreppsnefnd þakkar Guðrúnu Andreu góð störf í þágu hreppsins og skipar
Rannveigu Eyþórsdóttur, Brekkugötu 17, Vogum í hennar stað.
14. a) Bréf frá Reykjanesbæ dags. 16/9 2004 varðandi beiðni um styrk
vegna reksturs á athvarfi/dagvist fyrir geðfatlaða sem til stendur að
setja á laggirnar.
Hreppsnefnd vísar erindinu til Stjórnar SSS, þar sem um sameiginlegt
verkefni er að ræða.
b) Bréf frá Reykjanesbæ dags. 18/10 2004 varðandi uppsögn á
samningi um sameiginlega barnavernd Sandgerðisbæjar, Garðs og
Voga.
Á óvart kemur að bréfritari ályktar að samningur milli aðila sé ekki lengur í
gildi og lítur fram hjá samningsbundnum uppsagnarákvæðum.
Hreppsyfirvöldum í Vatnsleysustrandarhreppi hlýtur að vera frjálst á
hverjum tíma að skoða hvort gildandi samningar þjóni best þeim
hagsmunum sem um ræðir og skoða í því sambandi nýjar leiðir teljist þær
hagfelldari fyrir hreppsbúa. Endanleg ákvörðun um að segja upp
umræddum samningi milli aðila hafði ekki verið tekin af hálfu
hreppsnefndar, en bréf félagsmálastjóra Reykjanesbæjar jafngildir
tafalausri uppsögn hans af hálfu Reykjanesbæjar.
Í framhaldi af því er sveitarsjóra falið að ganga frá samningi um
barnaverdarmál við Sandgerði og Garð.
15. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 4/10 2004 þ.s. óskað er eftir
formlegri afgreiðslu hreppsnefndar á afskriftum opinberra gjalda.
Hreppsnefnd samþykkir erindi Sýslumanns að afskrifa opinber gjöld frá
1995 að upphæð 181.746,-.
16. 5 bréf frá Sveitarfélaginu Garði dags. 7/10 og 21/10 2004.
Bréfin eru kynnt.
17. 3 bréf frá Sandgerðisbæ dags. 13/10 og 20/10 2004.
Bréfin eru kynnt.
18. Bréf frá Arkitektum Úti Inni dags. 25/9 2004 þ.s. kynntar eru
fyrirætlanir eiganda Þórustaða, um lágreista byggð við Þórustaði.
Hreppsnefnd vekur athygli bréfritara á því að skipulagsvaldið í
sveitarfélaginu er í höndum hennar. Svæðið sem um ræðir er ekki
skipulagt fyrir íbúðabyggð eins og þá sem bréfritari lýsir í erindi sínu og
ekki er gert ráð fyrir slíkri breytingu í núverandi skipulagsvinnu
hreppsyfirvalda.
Byggð af þeirri stærðargráðu sem um ræðir í eins mikilli fjarlægð frá
núverandi þéttbýli í hreppnum er ekki á dagskrá hreppsnefndar á
núverandi eða næsta skipulagstímabili.

4

Sjálfsagt er að eiga fund með bréfritara um málið, en vilji hreppsyfirvalda
er skýr.
19. Bréf frá Samgönguráðuneytinu dags. 13/9 2004 þ.s. óskað er eftir
umsögn varðandi tillögur um breytingar á reglugerð um
leigubifreiðar.
Hreppsnefnd tekur undir athugasemdir stjórnar SSS frá 15.okt. 2004, enda
verði Suðurnes gerð að einu gjaldsvæði.
20. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 29/10 2004 þ.s. gerð er athugasemd
við að deiliskipulag við Akurgerði verði auglýst í B-deild
stjórnartíðinda.
Skipulagsstofnun gerir athugasemd við birtingu auglýsingar um
deiliskipulag Akurgerðis, Stóru- Vogaskóla og Vogatjarnar í samræmi við
umsögn Siglingastofnunar um of lágan gólfkóta í nýrri byggingu við Stóru-
Vogaskóla. Skipulags-og bygginganefnd samþykkti á fundi sínum í gær
að gólfkóti viðbyggingar grunnskólans yrði 3,5 og vitnar í slíka golfkóta á
nýlegum húsum við Sæbraut í Reykjavík, sem liggur á lágsvæði eins og
Vogar.
Í ljósi ofangreindra upplýsinga og samþykktar Skipulags- og
bygginganefndar samþykkir Hreppsnefnd að auglýsa deiliskipulagið í B-
deild stjórnartíðinda.
21. Bréf frá Reykjanesbæ dags. 21/10 2004 um samantekt um
fyrirkomulag samstarfs sveitarfélaga.
Bréfið og skýrslan er lagt fram.
22. Bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga dags. 17/9 2004.
Bréfið er lagt fram, sjá lið 26.

23. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2004.
Sveitarstjóri fór yfir og skýrði breytingarnar frá gildandi fjárhagsáætlun.
Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar eru eftirfarandi:
Heildartekjur samkvæmt samstæðureikningi 354 milljónir.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir 326 milljónir þ.a.
launakostnaður 193 milljónir.
Rekstrarafgangur án fjármagnsliða 29 milljónir.
Veltufé frá rekstri 19 milljónir.
Afborganir lána 86 milljónir.
Fjárfestingar 58 milljónir.
24. Framkvæmdir.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda og upplýsti m.a.
 Framkvæmdir við göngustíga og gangstéttar eru aðeins á eftir
áætlun.
 Malbikun við efri hluta Iðndals hefur tafist vegna veðurs. Stefnt er
að því að ljúka framkvæmdum í lok nóvember.

5

 Samið hefur verið við K.S. verktaka um viðbyggingu við Stóru-
Vogaskóla. Tilboðið hljóðaði upp á 194 milljónir, 1,7% yfir
kostnaðaráætlun.
25. Lóðarmál/verktakar.
Hreppsnefnd samþykkir að ganga til samninga við Trésmiðju Snorra
Hjartarsonar um framkvæmdir við fjölbýlishús í Heiðargerði og
framkvæmdir við Miðdal og Heiðadal.
Oddvita og sveitarstjóra falið að ganga frá samningi.
26. Sameiningamál.
Hreppsnefnd leggur áherslu á að enn vantar niðurstöðu um hvaða verkefni
sveitarfélögin koma til með að hafa á sinni könnu í næstu framtíð og
hvernig tekjustofnar þeirra verði leiðréttir til að sinna núverandi og nýrri
þjónustu. Erfitt er að leggja málið fyrir fund íbúa eins og fyrirhugað er án
þess að þessar mikilvægu forsendur liggi fyrir. Oddvita falið að kanna hvort
ekki komi til greina að sveitarfélögum verði veittur lengri frestur en til 1.
desember næstkomandi til að svara framkomnum tillögum um sameiningu
og þau hafi þannig a.m.k. nokkrar vikur til að leggja mat á málið, eftir að
tillögur um verkaskipti og fjármálaleg samskipti við ríkið koma fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21 30

Getum við bætt efni síðunnar?