Hreppsnefnd

12. fundur 22. desember 2004 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, miðvikudaginn 22. desember 2004, kl. 18 00
að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Guðbjartsson, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarsson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

1. Sameiningamál.
“Í framhaldi af bókun hreppsnefndar á síðasta fundi, er lögð fram
niðurstaða ParX af skoðunarkönnun í hreppnum varðandi hug íbúa til
sameiningar við önnur sveitarfélög. Endanlegt úrtak í skoðunarkönnnunni
var 581 og heildarfjöldi svarenda 463 eða 79,7%. Á kjörskrá í
Vatnsleysustrandarhreppi eru 618 kjósendur þannig að svör hafa fengist
frá 74,9% kjósenda í hreppnum.
Helstu niðurstöður eru að 63% úrtaks geta hugsað sér að
Vatnsleysustrandarhreppur sameinaðist öðru sveitarfélagi.
Hægt er að álykta út frá niðurstöðu skoðunarkönnunarinnar að tillaga
sameiningarnefndar um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum
myndi ekki hljóta brautargengi í kosningu. Hreppsnefnd telur því að ekki sé
grundvöllur fyrir kosningu um óbreytta tillögu sameiningarnefndarinnar.
Af niðurstöðu könnunar er ljóst að tæplega helmingur aðspurðra er mjög
eða frekar hlynntur sameiningu við Hafnarfjörð og meira en þriðjungur íbúa
nefnir Reykjanesbæ. Þessi tvö sveitarfélög liggja að
Vatnsleysustrandarhreppi og eðlilegt að þeir sem eru hlynntir hugsanlegri
sameiningu nefni þessa kosti.
Fjórðungur úrtaks getur ekki hugsað sér sameiningu við neitt annað
sveitarfélag.
Hreppsnefnd ítrekar ónánægju sína með að ekki skyldi fást fullnægjandi
frestur til að halda íbúaþing um kosti og galla sameiningar áður en til
skoðanakönnunar kom.”
Hreppsnefnd samþykkir að fela sveitarstjóra að senda skýrslu ParX um
skoðunarkönnunina og niðurbrot svara íbúa hreppsins, ásamt bókun
hreppsnefndar, til nefndar um sameiningu sveitarfélaga.

2
2. Skipun fulltrúa í barnaverndarnefnd.
Minnihlutinn tilnefnir í sameiginlega barnaverndarnefnd, Kristínu
Hreiðarsdóttur, Heiðargerði 18, Vogum sem aðalmann og Svanborgu
Svansdóttur, Kirkjugerði 10,Vogum, sem varamann.
3. Fjárhagsáætlun 2005 – fyrri umræðu.
Sveitarstjóri lagði fram og fór yfir ítarleg gögn varðandi tekjur og gjöld.
Áætlunin er vísað til seinni umræðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20 00

Getum við bætt efni síðunnar?