Hreppsnefnd

4. fundur 12. apríl 2005 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 12. apr 2005,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Guðbjartsson, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Anna Hulda Friðriksdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 08/04 2005.
Fundargerðin er samþykkt. Varðandi 1. mál fundargerðarinnar um breytingu
á aðalskipulagi þá felur hreppsnefnd sveitarstjóra að senda afgreiðslu
skipulagsins til Skipulagsstofnunar.
2. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 28/02
2005.
Fundargerðin er samþykkt. Varðandi 7. mál b lið þá felur hreppsnefnd
sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
3. Fundargerð Íþrótta og tómstundarnefndar Vatnsleysu-strandarhrepps
dags. 14/03 2005.
Fundargerðin er samþykkt. Ekki var hægt að koma því við að kalla nefndina
til fundar við hreppsnefnd á þessum fundi eins og áður hafði verið ákveðið ,
en það verður gert á næsta reglulega fundi.
4. Fundargerð Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 03/03
2005.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 11/03 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerðir Skólanefndar FS dags. 15/02 2005.
Fundargerðin er lögð fram.
7. Fundargerð Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum dags. 23/02 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
8. Fundargerð Brunavarna Suðurnesja dags. 23/02 2005.Fundargerðin er
samþykkt.
9. Fundargerð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 18/02 2005.

2

Fundargerðin er samþykkt.
10. Afrit af bréfi frá Jakobi Árnasyni dags. 25/02 2005.
Bréfið er kynnt.
11. Bréf frá InPro dags. 18/02 2005.
Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.
12. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 23/03 2005.
Bréfið fjallar um dag umhverfisins 25. apríl sem nú er tileinkaður þjóðgörðum
og náttúruvernd. Í tilefni dagsins telur hreppsnefnd það tilvalið að bjóða
íbúum hreppsins að kynna sér útivistarsvæðið að Háabjalla og felur
hreppsnefnd umhverfisnefnd að koma með hugmyndir um fyrirkomulag á
slíkum atburði.
13. Bréf frá Fasteignarmati ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga
dags. 05/04 2005 varðandi lista yfir fasteignir í eigu ríkisins í
hreppnum.
Með bréfinu er þess óskað að hreppsnefnd staðfesti skráningu ríkiseigna í
fasteignaskrá hreppsins. Þetta er gert vegna tillagna tekjustofnanefndar
félagsmálaráðuneytsins um að ríkið hefji greiðslu fasteignagjalda af eignum
sínum og eiga þessar tillögur að koma til móts við fjárþörf sveitarfélaganna í
landinu. Hér með staðfestir hreppsnefnd að ekki er um neinar
fasteignagjaldaberandi ríkiseignir í Vatnsleysustrandarhreppi að ræða og því
aukast tekjur sveitarfélagsins ekkert, vegna þessara tillagna
tekjustofnanefndar.
14. Bréf frá Nefnd um sameiningu sveitarfélaga dags. 31/03 2005 þar sem
fram kemur að hreppsnefnd skuli tilnefna tvo fulltrúa í samstarfsnefnd
til undirbúnings sameiningaferlis.
Hreppsnefnd tilnefnir Jón Gunnarsson oddvita og Hörð Harðarsson sem
aðalmenn. Birgir Þórarinsson og Birgir Örn Ólafsson sem varamenn.
Gert er ráð fyrir að sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps og bæjarstjórinn í
Hafnarfirði starfi náið með nefndinni.
15. Bréf frá Alþingi dags. 5/4 2005.
Hreppsnefnd tekur ekki afstöðu til frumvarpsins.

16. Bréf frá Steinunni Geirsdóttir dags. 31/03 2005.
Í bréfinu er fyrirspurn um hugsanlega lóð undir einangrunarstöð fyrir innflutt
dýr . Slík lóð liggur ekki á lausu eins og er í hreppnum.

17. Bréf frá Gunnari Helgasyni og Marteini Ægissyni dags.04/04 2005.
Í bréfinu er farið fram á að hreppsnefnd úthluti 1 lausri kennslustofu við
Stóru-Vogaskóla til bréfritara, sem myndu koma því fyrir sem þjónustuhúsi
við knattspyrnuvöllinn. Í fjárhagsáætlun hreppsins er gert ráð fyrir að selja

3

lausu kennslustofurnar til að standa m.a. undir kostnaði sem hlýst af
stækkun skólans, því er ekki hægt að verða við erindinu.
18. Fundargerðir þarfagreininganefndar íþróttahúss dags. 3/3, 8/3 og 29/3
2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar. Sveitarstjóra falið að gera samanburð á
þeim kosti að selja íþróttarmannvirkin til Fasteignar hf. sem myndi þá byggja
við þau og leigja hreppnum mannvirkið á sama hátt og gildir um Stóru-
Vogaskóla og þeim kosti að sveitarfélagið byggi sjálft við íþróttarhúsið og
fjármagnaði framkvæmdina með láni úr Lánasjóði Sveitarfélaga.
Gert skal ráð fyrir að stækka Íþróttarhúsið að austanverðu í þessum áfanga
en hinkrað verði með viðbyggingu að vestanverðu. Ákveðið að halda áfram
með hönnun mannvirkisins í samræmi við niðurstöður
þarfagreiningarnefndar.
19. Suðurkotsland.
Hreppsnefnd samþykkir samkomulagið sem hefur verið undirritað af
gagnaðila málsins. Oddvita falið að undirrita samkomulagið fyrir hönd
hreppsins og sveitarstjóra að ganga frá greiðslu og afsli vegna málsins.
Nokkuð hefur dregist að ljúka málinu og hraða verður skipulagsvinnu
svæðisins þannig að unnt sé að hefja framkvæmdir á landinu í samræmi við
samkomulagið. Leitað verður allra leiða til að ekki þurfi að koma til dráttar á
byrjunardagssetningum framkvæmda.
Birgir Örn Ólafsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.

20. Framkvæmdir 2005.
Oddviti lagði fram minnisblað um hugsanlega forgangsröðun framkvæmda
á þessu ári. Minnisblaðið er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun.
Sveitarstjóra falið framkvæmd málsins.
21. Lóðarmál.
Borist hefur umsókn um iðnaðarlóð við Jónsvör 7, frá Selhöfða ehf.
Hafnargötu 2 Vogum., kt. 520702-2503, ásamt yfirlýsingu frá Íslandsbanka
vegna lóðarumsóknarinnar.
Samþykkt að úthluta Selhöfða ehf. lóðinni Jónsvör 7.

22. Ársreikningur 2004 – fyrri umræða.
Oddviti lagði fram ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2004 og skýrði helstu
stærðir. Ársreikningnum er vísað til seinni umræðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:oo

Getum við bætt efni síðunnar?