Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 14. júlí 2005,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Hanna Helgadóttir, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.
DAGSKRÁ
1. Deiliskipulag við Akurgerði.
Auglýsinga-og athugasemdatími vegna deiliskipulags við Akurgerði er
liðinn. Engar athugasemdir bárust. Hreppsnefnd samþykkir
deiliskipulagið óbreytt og felur sveitarstjóra að senda afgreiðsluna til
Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
2. Breyting á deiliskipulagi í Dalahverfi.
Hreppsnefnd samþykkir breytingu á greinagerð með deiliskipulagi í
Dalahverfi, þar sem misræmi reyndist í skipulagsuppdráttum
annarsvegar og greinagerð hinsvegar. Grein 2.4. breytist og mun orðast
svo: ”Bílastæði skulu almennt vera í samræmi við 64. grein
byggingareglugerðar (441/1998) í hverju tilviki.
Á lóðum skal koma fyrir þremur bílastæðum fyrir hverja íbúð í sérbýli. Í
einbýlishúsum og parhúsum skal ávallt gera ráð fyrir bílgeymslu fyrir einn
til tvo bíla. Raðhús skulu ýmist vera með eða án bílgeymslu.”
3. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar
Vatnsleysustrandarhrepps dags. 21/6 2005.
Varðandi 5. lið fundargerðarinnar þá var beiðni um byggingaleyfi hafnað
á þeim forsendum að umsókn samrýmdist ekki skilmálum deiliskipulags.
Í 2. lið þessarar fundargerðar breytir hreppsnefnd grein 2.4. í greinagerð
með deiliskipulaginu þannig, að heimilt sé að sleppa bílgeymslum við
raðhús. Þar með eru ekki lengur forsendur fyrir höfnun á
byggingaleyfinu og er það því samþykkt.
Varðandi 9. lið fundargerðarinnar þá er aðalskipulag í endurskoðun, þar
sem m.a. verður tekið á skilgreiningu minjareits í landi Kálfatjarnar.
Hreppsnefnd frestar því afgreiðslu þessa liðar fundargerðarinnar þar til
aðalskipulag hefur verið staðfest.
Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt.
2
4. Fundargerð Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags.
30/6 og 6/7 2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
5. Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 21/6
2005.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerð Brunavarna Suðurnesja dags. 19/5 2005.
Fundargerðin er samþykkt.
7. Fundargerðir Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 2/6 og 22/6
2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
8. Aðalfundargerð Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja dags. 9/6 2005
Fundargerðin er lögð fram.
9. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 26/5 2005.
Fundargerðin er lögð fram.
10. Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesja dags. 14/4 og
26/5 2005.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
11. Bréf frá Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja varðandi svæðisáætlun
um meðhöndlun úrgangs dags. 27/6 2005.
Hreppsnefnd staðfestir svæðisáætlunina.
12. Bréf frá Trésmiðju Snorra Hjaltasonar hf. (TSH) dags. 5/7 2005
varðandi beiðni um að fá lóðina Heiðargerði 5 (félagsmiðstöðin)
afhenta fyrr en segir til um í samningi.
Það er ljóst að gengið hefur vel að selja íbúðir í fjölbýli og enn er
eftirspurn eftir slíkum íbúðum. Sveitarstjóra falið að leita leiða til að
afhenda TSH lóðina Heiðargerði 5, sem fyrst.
13. Bréf frá ESK hf. varðandi ósk um viðræður vegna stækkunar
byggðar.
Hreppsnefnd felur sveitarstjóra að ræða við ESK hf. um erindið.
14. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 6/7 2005 þar
sem óskað er eftir staðfestingu hreppsnefndar á ábyrgð á
skuldabréfaláni vegna framkvæmda við F.S., H.S.S. og B.S.
Sveitarstjórn Vatnsleysustrandarhrepps, samþykkir samhljóða að veita
veð í tekjum sveitarfélagsins vegna lántöku Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 86.000.000
–áttatíuogsexmilljónir- , miðað við vísitölu neysluverðs sem er í júlí
2005 242,4 stig.
Tilgangur láns þessa er að fjármagna framkvæmdir við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Brunavarnir Suðurnesja.
3
Lántaki skuldbindur sig til að ráðstafa láninu til framangreindra
verkefna, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004. Lán
þetta skal endurgreiðast á 5 árum og ber breytilega vexti sem
ákvarðaðir eru af lánveitanda, nú 4%. Uppgreiðsla lánsins umfram
umsamdar afborganir er heimil á vaxtagjalddögum.
Ábyrgð þessi er veitt samkvæmt heimild í 6. mgr. 73. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og er ábyrgðin óskipt (in solidum)
gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í
Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Það er skilyrði ábyrgðarinnar
að allir eigendur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum ábyrgist lánið
í réttu hlutfalli við eignarhluti sína.
Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3.
mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/199. Eru þær til tryggingar
skilvísri og skaðlausri greiðslu höfuðstóls, vaxta, dráttarvaxta,
vaxtavaxta, verðbóta, lögbundinna vanskilaálaga, kostnaðar við
kröfugerð, innheimtu- og málskostnaðar, kostnaðar við fjárnámsgerð
og væntanlegs kostnaðar af frekari fullnustugerðum, svo og öllum
öðrum kostnaði, sem af vanskilum kann að leiða. Gildir ábyrgðin jafnt
þótt greiðslufrestur verði veittur á láninu einu sinni eða oftar uns skuldin
er að fullu greidd. Fyrir gjaldfallinni fjárhæð má ganga að veðinu til
fullnustu skuldarinnar án undangengis dóms eða sáttar skv. 7. tl. 1.
mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1991.
Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda
Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum til að breyta ekki ákvæði
samþykkta Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem leggur hömlur
á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu
leyti til einkaaðila.
Fari svo að Vatnsleysustrandarhreppur selji eignarhlut í Sambandi
sveitarfélaga á Suðurnesjum til annarra opinberra aðila skuldbindur
Vatnsleysustrandarhreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr
eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Sveitarstjórnin veitir jafnframt hér með f.h. Vatnsleysustrandar-hrepps,
Jóhönnu Reynisdóttur, sveitarstjóra, kt. 260158-6199, fullt og
ótakmarkað umboð til þess skrifa undir þau skjöl sem nauðsynleg eru
til að staðfesta hina einföldu ábyrgð og tryggingu hennar. Jafnframt er
Jóhönnu veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að móttaka, undirrita
og gefa út, og afhenda fyrir hönd Vatnsleysustrandarhrepps, hvers
kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengist veitingu ábyrgðar
þessarar.
Voru skilmálar lánveitingarinnar og lánskjör nánar kynnt og rædd á
fundinum.
4
15. Bréf frá Kristni Þór Guðbjartssyni dags. 12/7 2005 þar sem hann
óskar eftir leyfi frá hreppsnefnd vegna búferla-flutninga til
Danmerkur.
Hreppsnefnd þakkar Kristni gott samstarf og óskar honum og fjölskyldu
hans velfarnaðar á nýjum vettvangi.
16. Úthlutun byggingalóða.
Umsókn frá Nýju húsi ehf. um lóð til að byggja geymsluhúsnæði til
útleigu.
Hreppsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni Jónsvör 1.
17. Minnisblað frá Búmönnum varðandi uppbyggingu í Akurgerði.
Hreppsnefnd felur oddvita og sveitarstjóra að halda málinu áfram.
18. Fundargerðir samstarfsnefndar um sameiningu
Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar dags. 15/6 og 22/6 2005.
Fundargerðirnar eru kynntar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 40