Fundur haldinn í hreppsnefnd, miðvikudaginn 31. ágúst 2005,
kl. 20 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Hanna Helgadóttir, Sigurður Kristinsson, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.
DAGSKRÁ
1. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar
Vatnsleysustrandarhrepps dags. 26/7 2005 og 30/8 2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
2. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 7/6
2005.
Fundargerðin er samþykkt.
3. Fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesuma dags. 15/8
2005.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Afrit af bréfi frá Sveitarfélaginu Garði dags. 14/7 2005.
Bréfið er kynnt.
5. Bréf frá Byggðastofnun dags. 15/6 2005 varðandi byggðaáætlun.
Bréfið er lagt fram og hefur því verið svarað á vettvangi S.S.S.
6. Deiliskipulag við Akurgerði – áður tekið fyrir 14/7 2005.
Skipulagsstofnun gerir kröfu um að eftirfarandi breytingar verði gerðar á
deiliskipulagsuppdrættinum sem hreppsnefnd hefur samþykkt:
Að göngustígur norðan megin á skipulaginu verði færður til
samræmis við aðalskipulag.
Að útivistarsvæði sunnan megin skipulagsins verði stækkað í
samræmi við aðalskipulag.
Gólfkvótar verði hækkaðir.
Hreppsnefnd samþykkir ofangreindar breytingar og felur sveitarstjóra að
tilkynna þær í B-deild stjórnartíðinda og í fjölmiðli sem dreift er á
landsvísu. Eftir birtingu tilkynningarinnar öðlast deiliskipulagið gildi.
7. Búmannabyggð við Akurgerði.
2
Oddviti og sveitarstjóri skýrðu frá fundum sem haldnir hafa verið með
Búmönnum og hönnuðum varðandi þjónustuhús fyrir aldraða í Akurgerði.
Fyrir liggja drög að hönnun sem miðar við rúmlega 400 fm.
þjónustubyggingu ásamt 5 íbúðaeiningum í fyrsta áfanga sem eru 30
fm. hver.
Oddvita og sveitarstjóra er falið að vinna að samningi við Búmenn og
leggja fyrir næsta reglulega fund.
8. Tillaga að samningi við Ungmennafélagið Þrótt.
Oddviti gerði það að tillögu sinni að gengið verði til samninga við
U.M.F.Þ. þar sem gert yrði ráð fyrir að sveitarfélagið greiði laun
framkvæmdarstjóra í 50% starfi í eitt ár til reynslu. Samningurinn gildi
frá 1/9 2005 til 31/8 2006 og er áætlaður kostnaður með launatengdum
gjöldum 2,6 milljónir.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá samningnum og kynna hann
í Íþrótta-og tómstundanefnd.
9. Tilnefning í nefndir og stjórnir.
Borist hefur tölvupóstur dags. 30/8 2005 frá Birgi Þórarinssyni þar sem
hann tilkynnir að hann geti ekki sinnt hreppsnefndarstörfum tímabundið
vegna náms í Bandaríkjunum.
Hreppsnefnd þakkar Birgi gott samstarf og óskar honum alls hins besta á
nýjum vettvangi.
Sigurður Kristinsson tekur sæti aðalmanns í hreppsnefnd í forföllum
Birgis. Jafnframt tekur Hanna Helgadóttir sæti aðalmanns í hreppsnefnd í
fjarveru Kristins H. Guðbjartssonar, sbr. bréf á síðasta fundi. Eru þau
bæði boðin velkomin til starfa.
Vegna brotthvarfs ofangreindra aðila og annarra úr nefndum hreppsins
fara fram eftirfarandi tilnefningar og kosning:
Kosning varaoddvita:
Stungið er upp á Sigurði Kristinssyni og er það samþykkt með þremur
atkvæðum. Tveir sitja hjá.
H-listinn tilnefnir eftirtalda aðila:
Fræðslunefnd:
Aðalmaður: Fanney Ósk Ingvaldsdóttir, Vogagerði 26.
Varamaður: María Jóna Jónsdóttir, Vogagerði 1.
Varamaður: Kristján Kristmannsson, Leirdal 12.
Barnaverndarnefnd:
Varamaður: Hanna Helgadóttir, Leirdal 12.
Menninganefnd:
Varamaður: Kristín Einarsdóttir, Hvammsgötu 9.
Varamaður: Sigurður Rúnar Símonarson, Marargötu 2.
3
Umhverfisnefnd:
Varamaður: Margrét Helgadóttir, Vogagerði 16.
Varamaður: Sverrir Agnarsson, Aragerði 16.
Brunavarnir Suðurnesja:
Varamaður: Jón Mar Guðmundsson, Aragerði 17.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja:
Aðalmaður: Hanna Helgadóttir, Leirdal 12.
Varamaður: Sigurður Kristinsson, Sunnuhlíð.
Samgöngunefnd Suðurnesja:
Aðalmaður: Sigurður Kristinsson, Sunnuhlíð.
Varamaður: Hanna Helgadóttir, Leirdal 12.
Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík:
Varamaður: Jóhanna Reynisdóttir, Akurgerði 10.
Nefnd til að endurskoða samstarf S.S.S.
Aðalmaður: Jóhanna Reynisdóttir, Akurgerði 10.
Samráðsnefnd um sameiningu Vatnsleysustrandarhrepps og
Hafnarfjarðar:
Varamaður: Sigurður Kristinsson, Sunnuhlíð.
10. Byggingaleyfi á Akurgerði 8.
Oddviti skýrði frá því að langvarandi dráttur hefur orðið á framkvæmdum
við Akurgerði 8, Vogum. Lóðarleigusamningur var gerður hinn 7/6 2000
og samkvæmt ákvæðum hans skyldi hús verða orðið fokhelt eigi síðar en
tveimur árum frá upphafi leigutímans, eða 7/6 2002. Ekki hefur verið
staðið við þessi fyrirheit og þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og áskoranir
frá byggingafulltrúa hefur lóðarhafi ekki haldið framkvæmdum áfram.
Stafar hætta af eigninni, hún er til lýtis, óþæginda fyrir nágranna og
sveitarfélagið hefur ekki tekjur af lögbundnum gjöldum á meðan staðan
er óbreytt. Fyrir liggur minnisblað frá byggingafulltrúa og lögmanni
sveitarfélagsins um atvik málsins og réttarstöðu.
Hreppsnefnd samþykkir að felldur verði niður með riftun eða uppsögn
lóðarleigusamningur, dags. 7/6 2000, um lóðina Akurgerði 8, Vogum, við
lóðarhafa Lúðvík Berg Bárðarson, með heimild í 2. gr. samingsins. Áður
en endanleg ákvörðun verður tekin um lok leigusamningsins verði
lóðarhafa gefinn kostur á að tjá sig um málið og málið tekið fyrir aftur á
hreppsnefndarfundi þegar eðlilegur frestur til umsagnar er liðinn.
11. Framkvæmdir í lóð Norma.
Oddviti og sveitarstjóri skýrðu frá stöðu mála og er sveitarstjóra falið að
halda áfram með málið í samráði við lögmenn hreppsins.
12. Sameiningamál – staðan.
4
Oddviti skýrði frá því að verið væri að leggja lokahönd á skýrslu um greiningu
á áhrifum sameiningar Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar. Næsti
fundur samráðsnefndarinnar verður á morgun
kl. 14 00 .
13. Staða framkvæmda.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22 00