Hreppsnefnd

10. fundur 21. september 2005 kl. 20:30 - 23:30 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, miðvikudaginn 21. september 2005, kl.
20 30 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Oscar Burns, Sigurður Kristinsson, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Íþrótta-og tómstundanefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 12/9 2005.
Fundargerðin er samþykkt. Varðandi 2. mál f lið þar sem óskað er eftir
fjárveitingu til kjörs íþróttamanns ársins í hreppnum, þá vísar
hreppsnefnd málinu til fjárhagsáætlunar 2006.
2. Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 15/8 og
31/8 2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
3. Fundargerð Starfskjaranefndar STFS og SSS dags. 1/9 og 8/9 2005.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
4. Bréf frá Vegagerðinni dags. 12/9 2005 varðandi beiðni um
framkvæmdaleyfi vegna tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.
Oddviti fór yfir og skýrði gögn sem lögð voru fram. Samþykkt að vísa
erindinu til Skipulags-og bygginganefndar til umsagnar.
5. Fundargerðir samráðsnefndar um sameiningu
Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar dags. 1/9 og 8/9 2005.
Fundargerðirnar eru samþykktar.
6. Skýrsla Parx um sameiningamál.
Lögð var fram skýrsla með greiningu á áhrifum sameiningar
Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps sem unnin var fyrir
Samráðsnefnd um undirbúning kosninga um sameiningu Hafnarfjarðar
og Vatnsleysustrandarhrepps.
Hreppsnefnd lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem fram hefur farið og
telur að skýrslan sé góður grunnur fyrir íbúa til þess að mynda sér
skoðun á þeim sameiningakosti sem fyrir liggur.
Hreppsnefnd hvetur íbúa til að kynna sér innihald skýrslunnar og mæta á
kynningarfund sem haldinn verður fimmtudaginn 29. september n.k. og
vonast til að þátttakan í kosningunum verði sem mest.

2

Það er skoðun hreppsnefndar að ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga
sé í höndum kjósenda og því tekur hreppsnefndin sem slík ekki afstöðu
til málsins.
7. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 29/8
2005.
Fundargerðin er samþykkt.
Varðandi 6. mál c) lið þá hefur formanni Fræðslunefndar, skólastjóra og
sveitarstjóra verið falið að skoða reglurnar um skólaakstur samkvæmt
fundi hreppsnefndar dags. 8/6 2005.
Varðandi 6. mál e) lið þá hefur verið skipaður nýr varamaður fyrir Hönnu
Helgadóttur.
Varðandi 6. mál f) lið þá hefur verið gerður eignaskiptasamningur þar
sem salurinn í skólanum er skilgreindur sérstaklega og verður ekki
formlegur hluti af skólanum, heldur verður salurinn leigður til skólans frá
8:00 – 17:00 virka daga. Skólinn hefur ávallt forgang varðandi leigu á
salnum.
8. Samningaviðræður við Búmenn um byggingu þjónustuhúss við
Akurgerði.
Hreppsnefnd felur oddvita og sveitarstjóra að ganga frá samningi við
Búmenn um verkefnið í samræmi við þær hugmyndir sem fram voru
lagðar á fundinum..
9. Sérfræðiþjónusta í skóla.
Birgir spurðist fyrir um tilhögun sérfræðiþjónustu fyrir grunn-og
leikskólabörn. Sveitarstjóri útskýrði það ferli sem verið hefur í gangi og
að nú væri verið að gera samning við sjálfstætt starfandi sérfræðinga til
að sinna þeirri þjónustu sem þörf er fyrir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23 30

Getum við bætt efni síðunnar?