Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 27. september 2005, kl. 18 00
að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Oscar Burns, Sigurður Kristinsson, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.
DAGSKRÁ
1. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 26/9 2005.
Fundargerðin innheldur annars vegar umsögn um framkvæmdaleyfi
vegna 2. áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar. Hreppsnefnd mun koma
þeim ábendingum sem fram koma í fundargerðinni á framfæri við
Vegagerðina. Hvað varðar önnur mál er fundargerðin samþykkt.
2. Bréf frá eigendum veitingastaðarins Mamma Mía Vogum dags. 21/9
2005 þar sem óskað er eftir leyfi til að flytja veitingastaðinn að
Tjarnargötu 26.
Ekki er hægt að verða við erindinu eins og það er fram sett. Sveitarstjóra
er falið að ræða við bréfritara.
3. Fundargerðir samráðsnefndar um sameiningu
Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar dags. 15/9 og 22/9 2005.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
4. Fundargerð um aðgerðir til fækkunar sílamáfa á Miðnesheiði dags.
15/9 2005.
Hreppsnefnd tekur undir nauðsyn þess að stemma stigu við fjölgun
sílamáfs í námunda við flugvöllinn. Leiði fælingaaðgerðir til þess að
fuglinn flytji sig um set og veruleg fjölgun verði á varppörum annars
staðar, t.d. á Strandaheiði þá telur hreppsnefnd að það eigi að vera
sameiginlegt verkefni sveitarfélaganna á svæðinu að takast á við þann
vanda.
5. Bréf frá Hagstofu Íslands dags. 21/9 2005 varðandi kjörskrá fyrir
sameiningakosningar 8. október.
Á kjörskrá eru 349 karlar og 301 kona eða alls 650. Kjörskráin er staðfest
og mun hún liggja frammi á skrifstofu hreppsins.
6. Bréf frá Vegagerðinni dags. 12/9 2005 varðandi beiðni um
framkvæmdaleyfi vegna tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.
2
Umsögn Skipulags-og bygginganefndar liggur fyrir. Hreppsnefnd fagnar
því að komið sé að útboði á 2. áfanga tvöföldunar
Reykjanesbrautarinnar. Hreppsnefnd samþykkir umbeðið
framkvæmdaleyfi.
Sveitarstjóri lagði fram minnisblað þar sem fram koma áhersluatriði
hreppsnefndar vegnar framkvæmdarinnar og er honum falið að senda
Vegagerðinni minnisblaðið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18 45