Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 13. desember 2005, kl. 18 00
að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Hanna Helgadóttir, Birgir Örn
Ólafsson, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir sem jafnframt ritaði
fundargerð í tölvu.
DAGSKRÁ
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá samþykkt um fundarsköp
Sveitarfélagsins Voga – fyrri umræðu.
Samþykkt samhljóða að á taka málið á dagskrá sem 4. mál.
1. Iðnaðarlóðir.
Sveitarstóra er falið að koma með tillögur að reglum um úthlutun
iðnaðarlóða þar með talið stærð lóða, gerð húsa og nýtingahlutfall lóða.
2. Skipun í nefnd um framtíðarhúsnæði Brunavarna Suðurnesja.
Jón Gunnarsson er kjörin í nefndina.
3. Fjárhagsáætlun 2006 – fyrri umræða.
Sveitarstjóri skýrði áætlunina og eftir nokkrar umræður var henni vísað til
seinni umræðu.
Hreppsnefnd samþykkir að útvarprósentan verður óbreytt 13,03%.
4. Samþykktir um fundarsköp Sveitarfélagsins Voga – fyrri umræða.
Oddviti skýrði samþykktina og eftir nokkrar umræður var samþykkt að
vísa málinu til seinni umræðu
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 40.