19. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu miðvikudaginn 25.08.2010 kl. 19:30.
Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir sem ritaði fundinn,
Símon Jóhannsson, Ragnar Davíð Riordan, Ingþór Guðmundsson
Tinna Hallgrímsdóttir Frístunda – og menningarfulltrúi sat einnig
fundinn.
1. Starfsemi íþróttahúss.
Frístunda – og menningarfulltrúi kynnti starfssemi og opnunartíma
íþróttamiðstöðvarinnar fyrir veturinn. Nefndin var í meginatriðum
ánægð með opnunartíma miðstöðvarinnar en hluti nefndarinnar hefði
viljað sjá opnunartíma klukkutíma lengur. Ragnar Riordan vék af
fundi.
2. Fjölskyldudagurinn.
Björn fór yfir dagskrána. Nefndin setti fram nokkra punkta um hvað
betur mætti fara næsta ár. Fmn þakkar Tinnu kærlega fyrir vel
heppnaðan og frábæran dag.
Liður 2 verður tekin aftur fyrir á næsta fundi með nýjum Frístunda og
menningafulltrúa.
3. Haustdagskrá og starfsemi félagsmiðstöðvar.
Tinna fór yfir drög að dagskrá vetrarins og kynnti nýja starfsmenn
félagsmiðstöðvarinnar. Lítilsháttar breyting verður á opnunartíma.
Fmn vonast til að það verði tekið tillit til óskar nefndarinnar í næstu
fjárhagsáætlun börnum og ungmennum Sveitarfélagsins til heilla.
4. Haustdagskrá og starfssemi í Álfagerði.
Fmn leggur til að það verði gerð könnun hjá eldri borgurum
Sveitarfélagsins og hvernig þeir vilji hafa opnun og starfssemi
hússins, kanna hvort áhugi sé fyrir hjá þessum hópi að hafa meira
aðgengi að sameiginlegri aðstöðu, t.d eldhúsi og frístundaherbergi.
Núverandi frístundafulltrúi útbýr og afhendir könnunina. Niðurstöður
verða skoðaðar á næsta fundi.
2
5. Útleiguhúsnæði fyrir eldriborgara eða aðra sem vilja lagfæra bíla
báta eða annað slíkt.
Afgreiðslulið 5 er frestað til næsta fundar svo að nefndarmenn geti
kynnt sér málið betur.
6. Tjaldstæði.
Fmn leggur til að farið verði að stað skipulagningu og staðsetningu á
tjaldstæði.
7. Gjörningahátíð í október.
Frístundafulltrúi kynnti gjörningahátíðina sem verður haldin 16
október í samstarfi við Hlöðuna. Dagskráin verður kynnt betur á
næsta fundi.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30