Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir málið. Frístunda- og menningarnefnd er gefinn kostur á að gefa umsögn um endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Lagt fram
Frístunda- og menningarnefnd líst vel á fyrirhugaða endurskoðun og mun taka málið aftur upp þegar það er lengra komið ef ástæða er til.
2.Íþróttamaður ársins í Vogum.
1511035
Sindri Freyr Jensson formaður Frístunda- og menningarnefndar kynnir endurskoðaðar reglur um kjör á íþróttamanni ársins.
Frestað
Frístunda- og menningarnefnd ræddi framlögð drög að reglum um val á íþróttamanni ársins í Sveitarfélaginu Vogum. Ýmsar góðar ábendingar komu fram og ákveðið er að fresta afgreiðslu málsins þar til þær ábendingar hafa verið unnar betur.
3.Fjölskyldudagar - val á lit á nýju hverfi (miðbæjarsvæði)
2002047
Sindri Jens Freysson formaður Frístunda- og menningarnefndar kynnir málið er varðar það að velja þarf lit á hið nýja hverfi (miðbæjarhverfið) vegna Fjölskyldudaga.
Frestað
Frístunda- og menningarnefnd telur rétt að á meðan nýja miðbæjarhverfið er ekki stærra en það er muni það enn um sinn verða hluti af gula hverfinu. Nefndin mun taka málið upp að nýju þegar fjölgað hefur í hverfinu eða ef ný hverfi myndast. Nefndin frestar ákvarðanatöku um þetta mál.
Undir þessum lið þurfti formaður að víkja af fundi vegna persónulegra mála.
4.Almennir menningarviðburðir í Sveitarfélaginu Vogum
2002003
Tinna Sigurbjörg Hallgrímsdóttir nefndarmaður óskar eftir að ræða viðburði á vegum sveitarfélagsins.
Lagt fram
Tinna fjallaði um árlega og hefðbundna viðburði á vegum sveitarfélagsins. Nefndin leggur áherslu á að að fastir árlegir viðburðir haldi sínum sessi.
Tinna Sigurbjörg Hallgrímsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun: Ég vil leggja áherslu á að árlegir viðburðir haldi sínum sessi, blása lífi í þrettándagleðina. Í framhaldi af þessu að Frístunda- og menningarnefnd komi sér saman um verklagsreglur fyrir starfsfólk sem vinnur að viðburðum.
5.Heilsueflandi samfélag.
1807002
Sveitarfélagið fékk nýverið styrk úr lýðheilsusjóði. Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir málið.
Lagt fram
Sveitarfélagið hlaut nýlega 300.000 króna styrk frá Landlækni vegna verkefnisins "Gerum þetta saman". Nú hafa farið fram tveir viðburðir á vegum verkefnisins og þátttaka er góð. Nefndin fagnar verkefninu og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að halda áfram að taka virkan þátt í verkefninu.
6.Viðburðahandbók
2002048
Sindri Jens Freysson formaður nefndarinnar kynnir tillögu að gerð viðburðahandbókar
Lagt fram
Nefndin ræddi hugmyndir að gerð viðburðahandbókar sem yrði vinnuskjal fyrir nefndarmenn og starfsmenn. Nánari útfærslu á slíkri handbók er frestað til næsta fundar.