Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

25. fundur 03. mars 2011 kl. 19:30 - 21:15 Félagsmiðstöð

25. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 03.03. 2011 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir, Símon Jóhannsson, Ragnar
Davíð Riordan og Ingþór Guðmundsson. Stefán Arinbjarnarson
Frístunda – og menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð
á tölvu.

1. Fundargerð síðasta fundar.
Frístunda- og menningarfulltrúi hefur rætt við áhugasama aðila um mótorsmiðju og
mun ræða frekar við þá í framhaldinu.
Sænska listakonan Ellakajsa Nordström dvaldi í Vogum við listsköpun í síðasta
mánuði og hélt sýningu í Hlöðunni þann 10. febrúar. Framkvæmd verkefnisins gekk
vel.
2. Íþróttamaður ársins.
Farið var yfir tilnefningar til íþróttamanns ársins. Nefndin mun afla sér frekari
upplýsinga um þá tilnefndu og taka ákvörðun á næsta fundi nefndarinnar. Krýning
íþróttamanns ársins verður á árshátíð skólans þann 14. apríl
.
3. Ungmennaráð.
Ungmennaráð er starfandi í sveitarfélaginu. Á síðasta ári var ákveðið að sameina
nemenda- og Boruráð í eitt ungmennaráð. Hefur það gefist vel. Ungmennaráð sér um
skipulagningu félagsstarfs barna og unglinga í sveitarfélaginu.
4. Reiðvegir.
Hafinn er undirbúningur að lagningu reiðvega í sveitarfélaginu.
5. Félagsmiðstöð.
Starfið í félagsmiðstöðinni gengur vel. Í síðasta mánuði var haldin Andvökunótt sem
var afar vel sótt. Farið verður á Samféshátíð föstudaginn 4. mars.
6. Safnahelgi.
Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin 12. – 13. mars. Þetta er sameiginlegt verkefni
allra bæjarfélaga á Suðurnesjum. Bæklingur með dagskrá safnahelgar verður borinn í
öll hús á Suðurnesjum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:15

Getum við bætt efni síðunnar?