26. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 07.04. 2011 kl. 19:30.
Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir, Símon Jóhannsson, og
Ingþór Guðmundsson. Ragnar Davíð Riordan boðaði forföll og
varamaður hans komst ekki á fundinn. Stefán Arinbjarnarson
Frístunda– og menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð
á tölvu.
1. Val á íþróttamanni ársins.
FMN fór yfir tilnefningar og tók ákvörðun um íþróttamann ársins 2010. Íþróttamaður
ársins verður krýndur fimmtudaginn 14. apríl á árshátíð skólans. Nefndin stefnir að því
að íþróttamaður ársins 2011 verði krýndur fyrr á árinu en verið hefur.
2. Fjölskyldudagsnefnd.
Frístunda- og menningarfulltrúi mun auglýsa eftir áhugasömum sjálfboðaliðum til
þátttöku við skipulagningu og undirbúning fjölskyldudags 2011.
3. Fjölskyldudagur.
Fjölskyldudagur verður haldinn helgina 12. – 14. ágúst. Stefnt er að því að opna
hátíðina á föstudagskvöldi en hafa dagskrána annars með hefðbundnu sniði á
laugardegi. Á sunnudegi yrði dagskrá síðan lokað með menningarviðburði.
Hugmyndir eru uppi um að hafa frítt fyrir fjölskyldufólk á tjaldstæði sveitarfélagsins
þessa helgi.
4. Mótorsmiðja.
Nefndin hefur hug á að boða áhugasama einstaklinga um mótorsmiðju í bæjarfélaginu
til fundar. Send verður út auglýsing með fundarstað og tíma.
5. Forvarnateymi.
Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti nefndina um starfsemi forvarnateymis.
Starfið lofar góðu og lýsir nefndin ánægju með tilurð teymisins.
6. Foreldrakvöld félagsmiðstöðvar.
Foreldrakvöld var haldið í félagsmiðstöðinni 25. mars s.l. Kvöldið var
samstarfsverkefni félagsmiðstöðvar, stóru Vogaskóla og Kálfatjarnarsóknar. Þátttaka
var mjög góð og þótti kvöldið afar vel heppnað. Stefnt er að því að foreldrakvöld verði
að hefð í félagsmiðstöðinni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:55