35. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 12.04. 2012 kl. 19:30.
Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Ragnar Davíð Riordan, Erla Lúðvíksdóttir,
Símon Jóhannsson og Ingþór Guðmundsson. Stefán Arinbjarnarson
Frístunda– og menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð
á tölvu.
1. Menningarverkefnið Hlaðan
Marta Guðrún Jóhannesdóttir kom á fundinn og kynnti starfsemi Hlöðunnar í Minni-
Vogum. Ýmsar hugmyndir að samstarfi voru ræddar.
Marta yfirgefur fundinn kl. 20:05.
2. Tæknismiðja
Jón Elíasson og Einar Benediktsson úr stjórn tæknismiðju komu á fundinn og upplýstu
FMN um stöðu mála. Tæknismiðjan hefur tekið til starfa og er opið frá kl. 20:00 –
22:00 á þriðjudögum og kl. 13:00 – 15:00 á laugardögum. Stefnt er að formlegri opnun
í maí.
Jón og Einar yfirgefa fundinn kl. 20:45.
3. Fjölskyldudagar í Vogum
Fjölskyldudagar verða haldnir í Vogum helgina 17. – 19. ágúst. Tillaga að
undirbúningi rædd. Auglýst verður eftir áhugasömum íbúum til þátttöku í
skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd.
4. Tjaldstæði
Málefni tjaldstæðis rædd.
5. Fótboltavellir og vígsluhátíð
Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti FMN um stöðu mála. Málin rædd.
6. Elina Lajunen 13. – 15. apríl
Nefndin fagnar framtaki Elinu og hvetur íbúa til að mæta á auglýsta dagskrá.
7. Undirbúningur fyrir sumarstarf
Auglýst veður eftir sumarstarfsfólki á næstunni. Einnig er unnið að gerð bæklings um
sumarstarf og undirbúningi vinnuskóla.
8. Ungt fólk og lýðræði 29. – 31. mars
Farið var á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði. Ályktun ungmenna lögð fram og rædd.
Nefndin mun skoða með hvaða hætti má standa að stofnun unglingaráðs í
sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23:15