Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

37. fundur 12. júlí 2012 kl. 19:30 - 21:30 Félagsmiðstöð

37. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 12.07. 2012 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Ragnar Davíð Riordan, Erla Lúðvíksdóttir,
Símon Jóhannsson og Guðrún Ragnarsdóttir, varamaður Ingþórs
Guðmundssonar. Stefán Arinbjarnarson Frístunda– og
menningarfulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð á tölvu.

1. Tjaldstæði
FMN fagnar því að búið sé að opna tjaldstæði. Nefndin telur mikilvægt að haldið sé
áfram uppbyggingu á svæðinu, t.d. með plöntun trjágróðurs, merkingar o.fl.
Frístunda- og menningarfulltrúa er falið að kanna með þátttöku í útilegukortinu næsta
sumar.
2. Fjölskyldudagar í Vogum
Rætt um dagskrárdrög Fjölskyldudaga sem haldnir verða 17. – 19. ágúst n.k.
3. Tæknismiðja
Málefni tæknismiðju rædd. Ákvörðun um framtíð tæknismiðju veður tekin á næsta
fundi nefndarinnar.
4. Menningarmál - minnisblað
Minnisblað frá bæjarráði lagt fram og rætt. Erla Lúðvíksdóttir er tilnefnd í
vinnuhópinn af nefndinni.
5. Sumarstarf
Frístunda- og menningarfulltrúi fræddi FMN um sumarstarfið. Leikjanámskeið og
vinnuskóli hafa gengið vel.
6. Íþróttavöllur
FMN lýsir yfir ánægju með að íþróttavöllurinn sé kominn í notkun. Stefnt er að
formlegri vígslu vallarins í tengslum við Fjölskyldudaga í ágúst.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30

Getum við bætt efni síðunnar?