41. fundur frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í félagsmiðstöð
fimmtudaginn 06.12. 2012 kl. 19:30.
Mættir fundarmenn: Björn Sæbjörnsson, Ragnar Davíð Riordan, Ingþór Guðmundsson og
Símon Jóhannsson. Erla Lúðvíksdóttir boðaði forföll og varamaður
mætti ekki. Stefán Arinbjarnarson frístunda– og menningarfulltrúi sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð á tölvu.
1. Heimsókn Lionsklúbbsins Keilis
Kristberg Finnbogason, formaður og Jórunn Sigurmundsdóttir, komu á fundinn og
fóru yfir starfsemi Lionsklúbbsins Keilis. Kristberg og Jórunn yfirgáfu fundinn kl.
20:20.
2. Íþróttamaður ársins
Málið rætt. Óskað hefur verið eftir tilnefningum en valið verður kunngjört á
þrettándanum.
3. Tæknismiðja
Farið yfir málið. Tæknismiðja starfar á þriðjudagskvöldum frá 20:00 – 22:00.
4. Forvarnarstefna
FMN óskar eftir upplýsingum um stöðu vinnu við gerð forvarnarstefnu
sveitarfélagsins en nefndin skilaði af sér drögum á 36. fundi.
5. Fundargerð 28. fundar Menningarráðs Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.
6. Jól og áramót í Vogum
Fréttabréf lagt fram. FMN lýsir ánægju sinni með fréttabréfið og fagnar þeirri
fjölbreyttu dagskrá sem í boði er í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30