Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

51. fundur 04. september 2014 kl. 19:30 - 19:30 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Erla Lúðvíksdóttir formaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi embættismaður
  • Þorvaldur Örn Árnason varaformaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Marteinn Ægisson aðalmaður
  • Sylvía Hlíf Latham aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjölskyldudagar 2014

1408002

Farið verður yfir Fjölskyldudaga 2014 og rætt um samantekt frá fundi með félögum.
Farið yfir Fjölskyldudaga 2014 og hvernig til tókst. Frístunda- og menningarfulltrúi hélt fund með félögum eftir hátíðahöldin þar sem helstu atriði varðandi hátíðina voru tekin saman. FMN þakkar frístunda- og menningarfulltrúa og þeim félögum sem að hátíðinni komu fyrir vel heppnaða Fjölskyldudaga. Nefndin vill leggja áherslu á að örva fleiri til þátttöku, m.a. með því að skoða möguleika á stofnun Fjölskyldudagaráðs.

2.Vinnuskóli 2014

1405019

Farið verður yfir hvernig starfsemi vinnuskóla gekk í sumar.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi vinnuskóla í sumar. Sumarið gekk vel þrátt fyrir nokkra vætutíð og var almenn ánægja með vinnuskólann. Flokkstjórar stóðu sig vel og sú nýbreytni að hafa yfirflokkstjóra gafst einnig afar vel. Haldin var sameiginleg sumarhátíð vinnuskóla Voga og Sandgerðis í fyrsta sinn. Þar var í boði fræðsla og skemmtun fyrir nemendur vinnuskólans og tókst vel. Auk vinnuskólanemenda voru um 10 eldri sumarstarfsmenn við störf. Öll ungmenni fengu sent skriflegt frammistöðumat heim í sumarlok.

3.Sumarstarf sveitarfélagsins Voga 2014

1303009

Farið yfir hvernig leikjanámskeið og annað sumarstarf gekk fyrir sig.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir sumarstarfið. Leikjanámskeið voru vel sótt og gengu vel fyrir sig. Dagskráin var vönduð og þátttökugjöldum stillt í hóf. Ungmenni úr vinnuskólanum voru til aðstoðar á námskeiðunum og gafst það vel.

4.Starfsemi í Álfagerði 2014

1402005

Starfsemi í Álfagerði er komin aftur af stað. Litið yfir starfið framundan.
Starfsemi í Álfagerði hófst mánudaginn 1. september. Unnið er að útgáfu dagskrár og er fjölbreytt og líflegt starf framundan. öldungaráð hefur fundað og mótað dagskrá. Stefnt er að kosningu í nýtt öldungaráð í byrjun október en í því sitja þrír eldri borgarar og tveir til vara.

5.Starfsemi í félagsmiðstöð Voga 2014

1402004

Starfsemi félagsmiðstöðvar er að fara af stað eftir sumarfrí.
Starfsemi félagsmiðstöðvar er að hefjast. Auglýst verður eftir starfsmanni og unglingaráð valið. Síðan verður dagskrá sett saman í samstarfi starfsfólks og unglingaráðs. Stefnt að því að félagsmiðstöð hefji starfsemi fljótlega. Unglingaráð skipuleggur félagsstarf í samstarfi við skóla og félagsmiðstöð.

6.Ósk um bogfimiaðstöðu

1408001

Óskað hefur verið eftir að kannað verði hvort mögulegt sé að koma upp aðstöðu til bogfimiæfinga í sveitarfélaginu.
Bæjarráð vísar til FMN erindi þar sem óskað er eftir að komið verði upp aðstöðu til iðkunar bogfimi í sveitarfélaginu. FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að afla upplýsinga og er afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Fundargerðir Samsuð 2014

1402003

Fundargerðin verður lögð fram til kynningar og rædd.
Fundargerðin lögð fram og rædd. FMN telur þetta samstarf félagsmiðstöðva á Suðurnesjum mikilvægt, m.a. vegna forvarna.

8.Fundir Menningarfulltrúa á Suðurnesjum

1405020

Fundargerðin verður lögð fram til kynningar og rædd.
Fundargerðin lögð fram og rædd.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?