Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga
78. fundur
18. mars 2019 kl. 17:45 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Friðrik V. Árnasonformaður
Guðmundur Kristinn Sveinssonvaraformaður
Þorvaldur Örn Árnasonvaramaður
Guðrún Kristín Ragnarsdóttiraðalmaður
Tinna Hallgrímsdóttiraðalmaður
Anna Karen Gísladóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Daníel Arasonembættismaður
Matthías Freyr Matthíassonembættismaður
Fundargerð ritaði:Daníel Arasonmenningarfulltrúi
Dagskrá
1.Safnahelgi á Suðurnesjum 2019
1902040
Fundarliður án gagna. Menningarfulltrúi fer yfir framkvæmd Safnahelgar
Menningarfulltrúi fór yfir framkvæmd Safnahelgar. FMN fagnar góðri framkvæmd og vel heppnaðri helgi. Ánægja með hversu margir mættu á viðburði.
2.Sumarstörf 2019
1903025
Kynning á stöðu sumarstarfa 2019.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir stöðu mála varðandi sumarstörf 2019. Sumarstörf hafa verið auglýst. Auglýsing um vinnuskóla fer í loftið á næstu vikum.
3.Endurnýjun samstarfssamnings við Lionsklúbbin Keili 2019
1902070
Menningarfulltrúi kynnir undirritaðan samstarfssamning við Lionsklúbbinn Keili
Meningarfulltrúi kynnti stöðu mála varðandi samstarfssamninga við félagasamtök og lagði fram undirritaðan samning við Lionsklúbbinn Keili. Nefndin lýsir ánægju sinni með gerð samstarfssamninga við félagasamtök í sveitarfélaginu.
4.Hönnun og prentun upplýsingabæklings fyrir sveitarfélagið
1902069
Menningarfulltrúi leggur til að skoðað verði að prenta upplýsingabækling (ferðamannabækling) fyrir Voga. Kynnir hugmyndir að útliti og leggur fram nokkur verðtilboð
Menningarfulltrúi kynnir hugmynd að ferðamannabæklingi í þríbroti. Umræður um hvernig bæklingurinn gæti litið út og hvað yrði í honum. Nefndin tekur vel í hugmyndina og felur menningarfulltrúa að halda áfram með málið og leggja fram ítarlegri hugmyndir á næsta fundi.
5.Barnvænt Sveitarfélag
1903026
Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur fram til kynningar verkefnið Barnvænt Sveitarfélag sem er vottunarferli sem Unicef heldur utan um.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir verkefnið Barnvænt sveitarfélag. Nefndin tekur vel í hugmyndirnar og finnst þetta mikilvægt og áhugavert verkefni. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að kynna það fyrir öllum nefndum sveitarfélagsins til ítarlegri umfjöllunar.
6.Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga.
1802033
Menningarverðlaun Voga verða veitt við athöfn í tjarnarsal sumardaginn fyrsta, 25. apríl nk. Tvær tilnefningar hafa borist og eru þær aðgengilegar fundarmönnum.
Farið yfir tilnefningar til menningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga árið 2019. Ákveðið að veita einum einstaklingi og einu félagi menningarverðlaun. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal sumardaginn fyrsta, 25. apríl nk. Nefndin hvetur listafólk í sveitarfélaginu til að setja sig í samband við menningarfulltrúa ef það hefur áhuga á að taka þátt í athöfninni.