Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga
63. fundur
19. október 2016 kl. 19:30 - 22:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Oddur Ragnar Þórðarsonaðalmaður
Þorvaldur Örn Árnasonformaður
Guðmundur Kristinn Sveinssonvaraformaður
Marteinn Ægissonaðalmaður
Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúiembættismaður
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóriembættismaður
Fundargerð ritaði:Stefán Arinbjarnarsonfrístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
1.Aðgerðir til að efla félagsstarf í Vogum
1602057
Fulltrúar 14 félagasamtaka komu á fundinn, þ.e. frá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar, Knattspyrnudeild Þróttar, Vélavinum Vogum, Félagi eldri borgara í Vogum, kirkjukór Kálfatjarnarkirkju, Vogahestum, Smábátafélaginu Vogum, kvenfélaginu Fjólu, Lionsklúbbnum Keili, skógræktarfélaginu Skógfelli, Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar, Norrænafélaginu í Vogum, björgunarsveitinni Skyggni og Ungmennafélaginu Þrótti. Fulltrúar félaganna fóru yfir starfsemina og það helsta sem er á döfinni. Farið sameiginlega yfir samningsgrind sem mótuð hefur verið af FMN. Sum félögin vinna að sínum samningsmarkmiðum gagnvart sveitarfélaginu og undirbúa þannig samningsgerð. Í framhaldinu verður farið í samtal við fulltrúa sveitarfélagsins. Nú stendur yfir vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og því brýnt að þau félög sem hyggjast sækja fjárframlag til sveitarfélagsins geri það hið fyrsta.
Afgreiðsla FMN. Nefndin fagnar því að fulltrúar frá öllum boðuðum félögum mættu á fundinn og telur afar mikilvægt að eiga við þau reglulegt samtal og hjálpa þeim að gera starfið sýnilegt.
2.Fjárhagsáætlun Frístundasviðs 2017
1610007
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2017 stendur yfir. FMN ræddi um helstu áhersluatriði nefndarinnar í því sambandi.
Afgreiðsla FMN. Ákveðið að nefndin muni skila sínum áherslum fyrir fjárhagsáætlun á næsta fundi nefndarinnar sem verður í nóvember.
Afgreiðsla FMN.
Nefndin fagnar því að fulltrúar frá öllum boðuðum félögum mættu á fundinn og telur afar mikilvægt að eiga við þau reglulegt samtal og hjálpa þeim að gera starfið sýnilegt.