Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

62. fundur 20. september 2016 kl. 19:30 - 22:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson aðalmaður
  • Þorvaldur Örn Árnason formaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Davíð Harðarson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjölskyldudagar 2016

1603014

Farið var yfir dagskrá Fjölskyldudaga. Einnig var farið yfir atriði sem komu fram á fundi með fulltrúum þátttökufélaga að lokinni hátíð. Frístunda- og menningarfulltrúi fór jafnframt yfir stöðu fjárhagsliða hátíðarinnar.

Afgreiðsla FMN.
Nefndin telur að vel hafi tekist til og er frístunda- og menningarfulltrúa þakkað gott og óeigingjarnt starf. Áætlað er að hefja undirbúning Fjölskyldudaga 2017 fyrr og í nánu samstarfi við félagasamtök í sveitarfélaginu.

2.Sumarstörf í Vogum 2016

1604017

Farið yfir sumarstarf í Vogum. Skýrsla um starfsemi vinnuskóla lögð fram og rædd. Fjöldi barna sótti leikjanámskeið á vegum sveitarfélagsins. Einnig voru golfnámskeið golfklúbbsins og knattspyrnunámskeið Þróttar vinsæl og vel heppnuð.

Afgreiðsla FMN.
FMN telur að sumarstarf hafi almennt heppnast vel. Nefndin, að frátöldum Guðmundi Kristni Sveinssyni, fagnar því að boðið hafi verið upp á akstur með bifreið sveitarfélagsins á golfnámskeið.

3.Starfsemi í Álfagerði 2016

1602054

Farið yfir starfsemi í Álfagerði. Búið er að móta og gefa út dagskrá haustannar og er starfið farið á fullan skrið.

Afgreiðsla FMN.
FMN lýsir ánægju með öflugt og blómlegt félagsstarf eldri borgara í Vogum.

4.Starfsemi í félagsmiðstöð 2016

1602055

Án fylgiskjala.
Starfsemi félagsmiðstöðvar er farin af stað. Verið er að kjósa í nemendaráð sem starfar bæði innan skólans og í tengslum við starfsemi félagsmiðstöðvar.
Hafin er vinna við undirbúning ungmennaþings sem áætlað er að halda í sveitarfélaginu í haust.

Afgreiðsla FMN.
Nefndin fagnar því að vinna við ungmennalýðræði sé komin af stað og væntir mikils af henni.

5.Aðgerðir til að efla félagsstarf í Vogum

1602057

Án fylgiskjala.
Rætt um að halda formlegan fund með fulltrúum félagasamtaka í október. Þar er ætlunin að fara m.a. yfir vetrarstarfið og stöðu og gerð samstarfssamninga.

Afgreiðsla FMN.
Ákveðið að senda bréf og boða til fundarins.

6.Frisbee Golf.

1609026

Án fylgiskjala.
Einn nefndarmaður óskaði eftir að fá að ræða um frisbee golf. Slíkir vellir hafa notið aukinna vinsælda og finnast æ víðar.

Afgreiðsla FMN.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og telur æskilegt að skoða jafnframt möguleika á að koma upp fótboltagolfvelli samhliða. Frístunda- og menningarfulltrúa er falið að afla frekari upplýsinga og vinna málið áfram.

7.Málefni Þróttar

1602058

Á 61. fundi FMN var m.a. á dagskrá málefni Þróttar. Þar lögðu fulltrúar D lista fram bókun sem stjórn Þróttar gerði athugasemdir við. Óskaði stjórnin eftir gögnum sem lægju að baki umræddri bókun og svaraði frístunda- og menningarfulltrúi um hæl að slík gögn lægju ekki fyrir. Þá sendi stjórn Þróttar bréf á FMN þar sem umræddri bókun D lista er svarað.

Afgreiðsla FMN.
Bréfin lögð fram.

8.Verndarsvæði í byggð

1607009

Erindi vísað til FMN frá bæjarráði til kynningar.

Afgreiðsla FMN.
Lagt fram.

9.Fundargerðir Samsuð 2016

1602052

Fundargerð frá Samsuðfundi 30. ágúst

Afgreiðsla FMN.
Fundargerðin lögð fram.

Fundargerð frá Samsuðfundi 13. september

Afgreiðsla FMN.
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 22:00.

Getum við bætt efni síðunnar?