Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

121. fundur 20. febrúar 2025 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Samúel Þórir Drengsson aðalmaður
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson formaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Stefán Gunnarsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Svæðisskrifstofa UMFI - 2024

2412006

Starfsmenn svæðisskrifstofu UMFI kynna starfsemi svæðisskrifstofunar og verkefni tengd henni.
Starfsmenn svæðisskrifstofu UMFI kynntu starfsemi svæðisskrifstofunnar og helstu verkefni tengd henni. Nefndin þakkar fyrir góða kynningu.

2.Ályktun - FÍÆT - 2025

2501021

Tekið fyrir erindi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT) þar sem skorað er á íþróttahreyfinguna á Íslandi ásamt stjórnvöldum og sveitarfélögum til þess að taka af alvöru umræðu um áfengissölu á íþróttaviðburðum á landinu.
Sveitarfélagið Vogar tekur jákvætt í ályktun FÍÆT um áfengissölu á íþróttaviðburðum
Frístuna og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga fagnar ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT) sem var samþykkt á haustfundi félagsins, þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum vegna sölu á áfengi á íþróttaviðburðum. Ályktunin samræmist forvarnarstefnu sveitarfélagsins, sem leggur áherslu á að skapa öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur.
Nefndin tekur undir sjónarmið FÍÆT um að áfengissala á íþróttaviðburðum gangi gegn tilgangi íþróttahreyfingarinnar sem vettvangs heilsueflingar, forvarna og jákvæðs félagslegs þroska. Sveitarfélagið styður þá skoðun að íþróttaviðburðir eigi að vera fyrirmyndarvettvangur fyrir heilbrigt líferni og góðar fyrirmyndir fyrir börn og ungmenni.
Með því að styðja við ályktun FÍÆT undirstrikar Sveitarfélagið Vogar mikilvægi þess að standa vörð um þau gildi sem íþróttir og félagsstarf byggja á og að tryggja jákvæðan og fjölskylduvænan anda á íþróttaviðburðum.
Ályktunin er skref í rétta átt til að efla heilbrigt samfélag og tryggja að íþróttir haldi áfram að vera jákvætt afl í lífi barna og ungmenna. Nefndin skorar á aðra hagaðila að taka þessa ályktun til hliðsjónar í framtíðarákvörðunum sínum.

3.Umgengnisreglur í íþróttamiðstöð

2501035

Kynning á drögum af umgengnisreglum íþróttamiðstöðvarinnar.
Framlögð eru drög að umgengnisreglum íþróttamiðstöðvarinnar. Nefndin fjallaði um drögin og gerði ákveðnar athugasemdir. Samþykkt var að fela starfsmani að uppfæra drögin í samræmi við umræður nefndarinnar og leggja fram endurskoðuð drög til afgreiðslu á næsta fundi.

4.Skipulag félagsmiðstöðvar

2501028

Samþykkt var að fela íþrótta og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.

5.Öskudagur 2025

2501019

Farið yfir dagskrá Öskudagsins

6.Fjölskyldudagar 2025

2411012

Framkvæmd og dagskrá Fjölskyldudaga 2025.
Fyrsta umræða um framkvæmd fjölskyldudaga 2025.

7.Samningar og ársreikningar félög 2024

2402042

Farið yfir stöðu á samningum við félagasamtök.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?