Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

120. fundur 19. desember 2024 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Sædís María Drzymkowska varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Samúel Þórir Drengsson aðalmaður
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson formaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Stefán Gunnarsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Þróttur - kynning á starfsemi

2412014

Kynning á starfi Ungmennafélagsins Þróttar
Frístunda- og menningarnefnd þakkar fulltrúum Ungmennafélagsins Þróttar fyrir upplýsandi kynningu á starfsemi félagsins. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi áframhaldandi samstarfs við félagið til að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu.

2.Kynning á starfsemi - íþróttamiðstöð

2412015

Kynning á breytingum sem átt sér hafa stað og daglegu starfi í Íþróttamiðstöð.
Frístunda- og menningarnefnd þakkar kynningu á breytingum og daglegu starfi í Íþróttamiðstöð. Nefndin fagnar þeim umbótum sem hafa verið gerðar og leggur áherslu á að Íþróttamiðstöðin haldi áfram að veita fjölbreytta og aðgengilega þjónustu.

3.Íþróttir - frístundir - Erindi - fræðslunefndar

2412004

Erindi skólastjóra Stóruvogaskóla tekið fyrir og farið yfir nýtingu frístundastyrks í sveitarfélaginu.
Frístunda- og menningarnefnd þakkar erindið og tekur undir mikilvægi þess að hvetja börn og ungmenni til aukinnar íþróttaiðkunar.

4.Forvarnarhópur Stóru-Vogaskóla

2412003

Erindi forvarnarhóps Stóru-Vogaskóla tekið fyrir.
Frístunda- og menningarnefnd þakkar forvarnarhópi Stóru-Vogaskóla fyrir þeirra mikilvæga starf. Nefndin tekur undir áhyggjur hópsins og leita leiða til að efla forvarnir í sveitarfélaginu.

5.Þrettándinn - 2025

2411029

Dagskrá Þrettándans kynnt.
Frístunda- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að dagskrá Þrettándans 2025 og felur íþrótta og tómstundafulltrúa að ganga frá endanlegum atriðum í samráði við viðeigandi aðila.

6.Íþróttamaður ársins - hvatningaverðlaun - 2024

2409027

Val á íþróttamanni ársins og hvatningaverðlaun sveitarfélagsins
Íþróttamaður ársins valinn og verður kynntur við hátiðlega athöfn mánudaginn 6.janúar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?