Kynning og umræður um drög að endurnýjun forvarnarstefnu sveitarfélagsins.
Umræða um næstu skref og aðlögun að breyttum forsendum samfélagsins.
Nefndin fagnar framlagningu draga að endurnýjun forvarnarstefnu sveitarfélagsins og telur mikilvægt að halda áfram að vinna að forvörnum í samstarfi við samfélagið. Nefndin leggur til að drögin verði send til umsagnar hjá viðeigandi aðilum og endurskoðuð eftir ábendingum áður en lokagerð verður lögð fram til samþykktar.
2.Forvarnarvikan 30. september - 6. október
2409014
Forvarnarvika, umræður um skipulag Forvarnarviku.
Frístunda- og menninganefnd leggur til að Forvarnarvika verði haldin í tengslum við Beactive víku ÍSÍ. Áhersla verður lögð á fræðslu og vitundarvakningu meðal íbúa sveitarfélagsins. Samstarfsaðilar og aðrir hagsmunaaðilar verði fengnir að borðinu til að tryggja fjölbreytt og upplýsandi dagskrá. Fulltrúar nefndarinnar munu fylgja verkefninu eftir í samvinnu við íþrótta og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins.
3.1. desember tónleikar
2410013
Ræða mögulega framkvæmd 1. desember tónleika
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndina um að halda tónleika 1. desember. Ákveðið er að kanna frekar möguleika á tónleikahaldi, þar með talið val á listamönnum, staðsetningu og kostnaði. Nefndin óskar eftir tillögum frá menningarfulltrúa sveitarfélagsins varðandi framkvæmd og gerir ráð fyrir að taka ákvörðun á næsta fundi.