Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

117. fundur 19. september 2024 kl. 16:00 - 17:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Sædís María Drzymkowska formaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Samúel Þórir Drengsson aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðmundur Stefán Gunnarsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá

1.Fjölskyldudagar 2024

2402034

Farið yfir framkvæmd fjölskyldudaga.
Nefndin telur hátíðina vera vel heppnaða og vill þakka þeim félögum og öðrum sem komu að skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

2.Beactive-íþróttavika evrópu - ÍSÍ - 2024

2409014

Skipulag og framkvæmd íþróttaviku evrópu Beactive rætt.
Íþrótta og tómstundafulltrúi fór yfir dagskrá íþróttaviku Evrópu sem fer fram dagana 23-29.september.

3.Safnahelgi á Suðurnesjum 2024

2401029

Dagskrá Safnahelgar á suðurnesjum rædd og skipulögð.
Íþrótta og tómstundafulltrúi fór yfir skipulag og framkvæmd Safnahelgar Suðurnesja sem fer fram í lok október.

4.Staðsetning frístundar 2024

2409023

Staðsetning Frístundar í viðbyggingu íþróttahúss rædd.
Frístunda og menningarnefnd ræddi staðsetningu Frístundar. Frístunda og menninganefnd leggur til að íþrótta og tómstundafulltrúi skoði málið betur með tilliti til öryggis notenda frístundar.

5.Aðstaða til hreyfingar í sveitarfélaginu Vogum.

2409022

Aðstaða til hreyfingar í Sveitarfélaginu Vogum rædd.
Frístunda og menningarnefnd leggur til að körfuboltavöllur verði lagaður og bætt verði við minikörfum, tækjum verði bætt við sem hægt er að nota eftir skólatíma á skólalóð sem og að skipt verði um gervigras á sparkvelli. Aðgengi að fjöru verði bætt svo íbúar geti nýtt möguleikann á útivist í fjörunni. Einnig leggur nefndi til að körfur verði settar við leikvöllinn við Miðdal. Nefndin óskar eftir að málið sé skoðað á umhverfis og skipulagssviði.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?