Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

58. fundur 10. febrúar 2016 kl. 19:30 - 22:30 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Örn Árnason formaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson aðalmaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Davíð Harðarson varamaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Starfsáætlun FMN 2016

1602053

Formaður ræddi um starfsáætlun sem gerð hafa verið drög að. Starfsáætlun setur starf FMN í ákveðinn ramma og er ætlað að gera starf nefndarinnar markvisst.

2.Menningarstefna Sveitarfélagsins Voga

1502031

Rætt um áframhald vinnu við gerð menningarstefnu sveitarfélagsins. Nefndin gerði nokkrar breytingar á stefnunni og verður hún nú send til stofnana og félagasamtaka þar sem óskað verður eftir skriflegum umsögnum.

3.Safnahelgi á Suðurnesjum 2016

1602056

Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin helgina 12. - 13. mars. Dagskrá er í undirbúningi og er farin að taka á sig mynd. Stefnt að því að halda dagskrá í samstarfi við félög og stofnanir í sveitarfélaginu og verður hún auglýst fljótlega, bæði á vefnum og í fjölmiðlum.

4.Málefni Þróttar

1602058

Málið rætt og fært í lið 6.

5.Fundur um forvarnarmál

1602059

Frístunda- og menningarfulltrúi kynnti samstarf í forvarnamálum milli Voga, Garðs og Sandgerðis. Fyrirhugað er að halda fund um forvarnamál mánudaginn 7. mars og boða bæjarfulltrúa og nefndarfólk sem hafa með málefni barna og ungmenna.

6.Aðgerðir til að efla félagsstarf í Vogum

1602057

Formaður fór yfir stöðu mála varðandi samstarfssamninga við félagasamtök í Vogum. Ákveðið að senda málið áfram til bæjaryfirvalda og stefna að því að gera samstarfssamning við öll félög sem þess óska. Nefndin ákvað einnig að boða til fundar með félagasamtökum fimmtudaginn 7. apríl þar sem umræðuefnið verður aðgerðir til að efla félagsstarf í sveitarfélaginu.

7.Starfsemi í félagsmiðstöð 2016

1602055

Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi félagsmiðstöðvar. Mikið hefur verið um að vera og má þar nefna, hæfileika, söngkeppni, grunnskólahátíð og Öskudagsskemmtun.

8.Starfsemi í Álfagerði 2016

1602054

Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir starfsemi í Álfagerði sem verið hefur blómleg. Sem dæmi um viðburði má nefna þorrablót og bingó auk fastra liða í dagskrá.

9.Heiðursborgari sveitarfélagsins Voga

1208032

Uppkast að reglum um heiðursborgara lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar því að slíkar reglur séu komnar fram.

10.Fundargerðir Samsuð 2016

1602052

Fundargerðirnar lagðar fram og ræddar.

Fundi slitið - kl. 22:30.

Getum við bætt efni síðunnar?