Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga
111. fundur
18. janúar 2024 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Guðmann Rúnar Lúðvíkssonformaður
Sædís María Drzymkowskavaraformaður
Eva Björk Jónsdóttiraðalmaður
Samúel Þórir Drengssonaðalmaður
Berglind Petra Gunnarsdóttirvaramaður
Starfsmenn
Guðmundur Stefán GunnarssonÍþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði:Guðmundur Stefán GunnarssonÍþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
1.Vinabæjarsamstarf Norrænafélagsins og Frístunda og menninganefndar við Fjaler
2312015
Samstarf frístunda og menninganefndar við Norrænafélagið um vinabæjarsamstarf.
Norræna félagið kynnir fyrir frístunda og menninganefnd hvernig það sér fyrir sér samvinnu um samskipti við vinabæ Voga, Fjaler í Noregi. Frístunda og menninganefnd leggur til að Norræna félagið bíði eftir svari frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og í framhaldi verði skoðað hvernig Sveitarfélagið komi að verkefninu. Frísunda og Menninganefnd þakkar Norrænafélaginu fyrrir góða kynningu.
2.Ungmennafélag Íslands 50 2024
2401006
Samningur um framkvæmd 50 móts Ungmennafélags Íslands
Þríhliða samningur sveitarfélagsins, Þróttar og UMFÍ kynntur. Nefndin fagnaði verkefninu.
3.Fjölskyldudagar 2024
2401015
Fjölskydudagar 2024 skipulag.
Fjölskyldudagar ræddir. Ákveðið var að byrja hátíðina á fimmtudegi. Einnig var ákveðið að fela Ungmennaráði að senda tillögur að tónlistaratriði til nefndarinnar fyrir laugardags tónleikana. íþrótta og tómstundafullrú er falið að skoða þáttöku sveitarfélagsins í uppsetningu veifa og vera með tiltæka starfsmenn til að sinna
verkefnum helgarinnar.
4.Yfirferð Jólahátíða
2401017
Framkvæmd viðburða yfir jólahátíðina og þróun þeirra.
Ákveðið var að halda í hefðirnar og framkvæma viðburðina eins og þeir hafa verið síðustu ár. Nefndin lýsti ánægju sinni með áramótabrennuna og lagt var til að leggja aðeins meira í hana á næsta ári.
5.Safnahelgi á Suðurnesjum 2024
2401029
Safnahelgi á Suðurnesjum 2024.
Frestun safnahelgar suðurnesja var rædd. Nefndin samþykkti að færa safnahelgina þar til 25.-27.október. Nefndin lýsti vilja til að halda verkefninu áfram.