Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

105. fundur 16. febrúar 2023 kl. 17:30 - 18:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson formaður
  • Sædís María Drzymkowska varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Anna Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Samúel Þórir Drengsson varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Safnahelgi á Suðurnesjum 2023

2302022

Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin 17. - 19. mars. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá víðs vegar á Suðurnesjum og verið er að leggja drög að dagskrá í Sveitarfélaginu Vogum.
Lagt fram
Farið var yfir drög að dagskrá Safnahelgar en þessa dagana stendur yfir vinna við að koma henni saman.

2.Fjölskyldudagar 2022

2302023

Umræður um fyrirkomulag FJölskyldudaga í Sveitarfélaginu Vogum 2023.
Lagt fram
Rætt um skipulag Fjölskyldudaga sem haldnir verða í ágúst. Á næstunni verður boðað til fundar með félagasamtökum til að hefja skipulagsvinnu við hátíðina.

3.Öskudagur 2023

2302020

Kynnt dagskrá Öskudags í Sveitarfélaginu Vogum.
Lagt fram
Hátíðahöld á Öskudaginn verða með nokkuð hefðbundnum hætti, boðið verður upp á hoppukastala, diskó og paintball (með boltum) ásamt fleiru.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Getum við bætt efni síðunnar?