Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin 17. - 19. mars. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá víðs vegar á Suðurnesjum og verið er að leggja drög að dagskrá í Sveitarfélaginu Vogum.
Lagt fram
Farið var yfir drög að dagskrá Safnahelgar en þessa dagana stendur yfir vinna við að koma henni saman.
2.Fjölskyldudagar 2022
2302023
Umræður um fyrirkomulag FJölskyldudaga í Sveitarfélaginu Vogum 2023.
Lagt fram
Rætt um skipulag Fjölskyldudaga sem haldnir verða í ágúst. Á næstunni verður boðað til fundar með félagasamtökum til að hefja skipulagsvinnu við hátíðina.
3.Öskudagur 2023
2302020
Kynnt dagskrá Öskudags í Sveitarfélaginu Vogum.
Lagt fram
Hátíðahöld á Öskudaginn verða með nokkuð hefðbundnum hætti, boðið verður upp á hoppukastala, diskó og paintball (með boltum) ásamt fleiru.