Kynntar hugmyndir um hvernig skuli standa að því að tendra ljós á jólatré bæjarins í ár.
Lagt fram
Nefndinni líst vel á framkomnar hugmyndir um að tendra ljósin á trénu fyrsta sunnudag í aðventu og tengja hátíðahöld varðandi það við það sem félagasamtök í sveitarfélaginu eru að gera á þeim degi.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir starfsemi í félagsmiðstöð veturinn 2022-2023.
Lagt fram
Það er nóg um að vera í félagsmiðstöðinni og margir viðburðir þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Frístunda- og menningarnefnd finnst mikilvægt að komið verði á laggirnar ungmennahúsi fyrir sextán ára og eldri og óskar eftir því að skoðaðir verði möguleikar á því. Virkja má ungmennaráð í því skyni til að fá hugmyndir og tillögur.
3.Vinnuskóli 2022
2203040
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir starf vinnuskólans á árinu.
Lagt fram
Í sumar störfuðu fjórir flokkstjórar í Vinnuskólanum og 46 unglingar við fjölbreytt störf, m.a. hefðbundin störf eins og slátt, hreinsun opinna svæða og slíkt. Einnig að mála gangstéttar og hraðahindranir og margt fleira. Frístunda- og menningarnefnd óskar eftir því að fyrir næsta sumar verði skoðaðir fleiri möguleikar svo sem að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari námskeið. Var þar til að mynda nefnt námskeið í fjármálalæsi.
4.Íþróttamaður ársins 2022
2211001
Rætt um fyrirkomulag á vali á íþróttamanni ársins.
Lagt fram
Frístunda- og menningarnefnd ákveður að auglýst skuli eftir tillögum að íþróttamanni ársins fyrir árið 2022 og einnig hvatningarverðlauna í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Verðlaunin verða afhent sunnudaginn 8. janúar 2023. Auglýst skal eftir tilnefningum og er frestur að skila þeim til og með 10. desember.