Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

102. fundur 07. nóvember 2022 kl. 17:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson formaður
  • Sædís María Drzymkowska varaformaður
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir aðalmaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Berglind Petra Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Jólatré sveitarfélagsins 2022

2211002

Kynntar hugmyndir um hvernig skuli standa að því að tendra ljós á jólatré bæjarins í ár.
Lagt fram
Nefndinni líst vel á framkomnar hugmyndir um að tendra ljósin á trénu fyrsta sunnudag í aðventu og tengja hátíðahöld varðandi það við það sem félagasamtök í sveitarfélaginu eru að gera á þeim degi.

2.Félagsmiðstöðin Boran - Starfsemi veturinn 2022-2023

2208054

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir starfsemi í félagsmiðstöð veturinn 2022-2023.
Lagt fram
Það er nóg um að vera í félagsmiðstöðinni og margir viðburðir þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Frístunda- og menningarnefnd finnst mikilvægt að komið verði á laggirnar ungmennahúsi fyrir sextán ára og eldri og óskar eftir því að skoðaðir verði möguleikar á því. Virkja má ungmennaráð í því skyni til að fá hugmyndir og tillögur.

3.Vinnuskóli 2022

2203040

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fer yfir starf vinnuskólans á árinu.
Lagt fram
Í sumar störfuðu fjórir flokkstjórar í Vinnuskólanum og 46 unglingar við fjölbreytt störf, m.a. hefðbundin störf eins og slátt, hreinsun opinna svæða og slíkt. Einnig að mála gangstéttar og hraðahindranir og margt fleira.
Frístunda- og menningarnefnd óskar eftir því að fyrir næsta sumar verði skoðaðir fleiri möguleikar svo sem að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari námskeið. Var þar til að mynda nefnt námskeið í fjármálalæsi.

4.Íþróttamaður ársins 2022

2211001

Rætt um fyrirkomulag á vali á íþróttamanni ársins.
Lagt fram
Frístunda- og menningarnefnd ákveður að auglýst skuli eftir tillögum að íþróttamanni ársins fyrir árið 2022 og einnig hvatningarverðlauna í samræmi við reglur sveitarfélagsins. Verðlaunin verða afhent sunnudaginn 8. janúar 2023. Auglýst skal eftir tilnefningum og er frestur að skila þeim til og með 10. desember.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?