Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

56. fundur 19. nóvember 2015 kl. 19:30 - 19:30 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson varamaður
  • Erla Lúðvíksdóttir formaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi
  • Þorvaldur Örn Árnason varaformaður
  • Marteinn Ægisson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Heimsókn Vélavina

1511036

Forsvarsmenn Vélavina í Vogum heimsóttu FMN. Þeir fræddu nefndina um starfsemi félagsins og helstu áherslur. Vélavinir hittast vikulega í aðstöðu sinni, gamla Skyggnishúsinu. Meðal verkefna sem eru á döfinni er að gera lest fyrir börn og verður skoðað að fá krakka úr Stóru-Vogaskóla til samstarfs í því. Ákveðið að leita leiða til að styrkja Vélavini til að efla starf fyrir ungmenni í sveitarfélaginu.

2.Fjárhagsáætlun Frístunda- og menningarsviðs 2016

1509010

Vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2016 stendur nú sem hæst. Á síðasta fundi FMN var rætt um að nefndin myndi koma með sínar áherslur varðandi fjárhagsáætlun. Hugmynd rædd að útnefna heiðursborgara sveitarfélagsins. FMN telur mikilvægt að móta reglur og verklag um útnefningar heiðursborgara. FMN vill sjá hækkun á fjárframlagi sveitarfélagsins til Fjölskyldudaga í tilefni af tuttugasta ári hátíðahalda. Einnig er áréttað mikilvægi þess að gert sé ráð fyrir fjárframlögum til starfsemi félagasamtaka í sveitarfélaginu samkvæmt samstarfssamningum. Nefndin telur brýnt að haldið verði áfram með vinnu við tjaldsvæði og gert verði ráð fyrir fjármagni til hönnunar tjaldsvæðis. Enn fremur var rætt um að gera ráð fyrir fjármagni til 17. júní hátíðahalda þar sem sveitarfélagið stæði fyrir dagskrá í samstarfi við félagasamtök. Gera þarf ráð fyrir fjármagni til menningarviðburða yfir vetrartímann, t.d. Safnahelgi og jafnvel fleiri viðburða. Áríðandi er að fara í björgunaraðgerðir á félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Vatnsleysuströnd. Að síðustu vill nefndin benda á mikilvægi þess að íþróttavellir verði afgirtir til að vernda verðmæti sveitarfélagsins.

3.Hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn

1509023

Tekið fyrir erindi frá bæjarráði þess efnis að sveitarfélagið komi að hátíðahöldum á 17. júní. Nefndin tekur vel í erindið og vill setja af stað vinnu við að sveitarfélagið komi að undirbúningi og framkvæmd í samstarfi við félagasamtök í sveitarfélaginu.

4.Íþróttamaður ársins í Vogum.

1511035

Rætt um reglur fyrir val á íþróttamanni ársins í Vogum og gerðar breytingar á þeim. Einnig rætt um hvaða tími henti best til útnefningarinnar. Markmið breytinga er að efla áhuga á íþróttum, fjölga tilnefningum og bæta þær.

5.Tjaldstæði 2015

1503008

Rætt um tjaldstæði og íþróttasvæði. Farið yfir hvað þurfi að gera til að halda áfram vinnu við svæðið. Vísað í umræðu um fjárhagsáætlun í þessu sambandi.

6.Starfsemi Norræna félagsins í Vogum 2014-2016

1511016

Farið yfir starfsemi Norræna félagsins í Vogum. Formaður kynnti skýrslu um starfið 2014 - 2015 og fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2016. Rætt um vinabæjarsamstarf við Fjaler. FMN leggur til að haft verði samband við nýkjörin bæjaryfirvöld í Fjaler og kannaðar mögulegar leiðir til samstarfs.

7.Menningarstefna Sveitarfélagsins Voga

1502031

Ákveðið að fresta umræðu um menningarstefnu og ræða málið á næsta fundi nefndarinnar sem fyrirhugaður er 3. desember.

8.Starfsemi í Álfagerði 2015

1502016

Án fylgigagna.
Farið yfir starfsemi í Álfagerði. Búið er að kjósa í nýtt öldungaráð og hefur margt verið í gangi í félagsstarfinu. Má þar m.a. nefna haustferð, sviðaveislu og pizzakvöld auk þess sem eldri borgarar á Álftanesi og Hrafnistukórinn hafa komið í vel heppnaðar heimsóknir.

9.Starfsemi í félagsmiðstöð 2015

1502017

Án fylgigagna.
Farið yfir starfsemi félagsmiðstöðvar. Fulltrúar úr Vogum fóru á landsmót Samfés sem að þessu sinni var haldið á Akureyri. Einnig var haldin fjölsótt og vel heppnuð andvökunótt sem er einn vinsælasti viðburður hvers vetrar. Félagsmiðstöðvardagurinn var einnig haldinn en þá var félagsmiðstöðin með opið hús fyrir unglinga og foreldra. Hrekkjavökuball var haldið í frábæru samstarfi við foreldrafélag Þróttar sem var afar vel heppnað.

10.Dagur íslenskrar tungu.

1510027

Dagur íslenskrar tungu var 16. nóvember og var dagskrá af því tilefni í umsjón Stóru-Vogaskóla. Deginum er ætlað að minna á mikilvægi íslenskrar tungu og miðaði dagskráin að því. Almenn ánægja var með daginn.

11.Fundargerðir Samsuð 2015

1502011

Fundagerðirnar lagðar fram og ræddar.

12.Ungt fólk 2015

1510040

Skýrslan Ungt fólk 2015 lögð fram og rædd.

13.Skipulags og ferðamál.

1511018

Bæklingur um skipulags- og ferðamál lagður fram og ræddur.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?