Frístunda- og menningarnefnd bauð félagasamtökum í sveitarfélaginu á fund í Álfagerði til að kynna starfsemi sína og til að skapa sameiginlegan vettvang fyrir umræður um ýmis mál sem félögin og sveitarfélagið eiga sameiginleg.
Lagt fram
Rætt var vítt og breitt um fjölmörg málefni sem snerta starfsemi félagasamtaka og sveitarfélagsins. Fulltrúar félaganna kynntu stuttlega starfsemi sína. Frístunda- og menningarnefnd bindur vonir við að hægt verði að halda reglulega samráðsfundi með félögum í sveitarfélaginu í framtíðinni.