Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

93. fundur 18. mars 2021 kl. 17:30 - 18:50 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Sindri Jens Freysson formaður
  • Ingvi Ágústsson varamaður
  • Anna Karen Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarki Þór Wíum Sveinsson aðalmaður
  • Tinna Hallgríms aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ærslabelgur-Staðsetning

2102015

Vísun frá bæjarráði, sem óskar eftir tillögu nefndarinnar um staðsetningu nýs ærslabelgs í Vogum.
Lagt fram
Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

Nefndin bendir á eftirtalda valkosti:
- Aragerði (almenningsgarður)
- Við gafl íþróttamiðstöðvar
- Skólalóðin.
- Í nágrenni félagsmiðstöðvarinnar

Að svo stöddu tekur nefndin ekki afstöðu til valkostanna.

2.Sumarstörf 2021

2103040

Umfjöllun nefndarinnar um undirbúning sumarstarfa ársins. Liðurinn er án gagna.
Lagt fram
Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir undirbúning og stöðu málsins.

Nefndin leggur áherslu á mikilvægis þess að bæklingur sveitarfélagsins um sumarstörf verði tilbúinn tímanlega fyrir sumarið.

3.Menningarstefna Sveitarfélagsins Voga

1502031

Yfirferð og stöðumat stefnunnar.
Lagt fram
Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

Málið kynnt. Nefndin stefnir að yfirferð og endurskoðun stefnunnar á næstunni.

4.Hverfalitir í Vogum

2103041

Tillaga um hverfislit fyrir miðbæjarsvæðið. Liðurinn er án gagna.
Lagt fram
Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

Nefndin samþykkir að leggja til að hverfislitur miðbæjarsvæðis verði blár. Jafnframt er lagt til að Grænuborgarhverfið tilheyri gula hverfinu til að byrja með.

5.Íþróttamaður ársins í Vogum.

1511035

Yfirferð nefndarinnar á reglugerð um tilnefningu til íþróttamanns ársins
Lagt fram
Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

Málið kynnt og rætt. Nefndin leggur til að 1.mgr. 2.gr. reglugerðarinnar falli brott. 2.gr. verður þá eftirfarandi: Tilnefningu skal skila til íþrótta- og tómstundafulltrúa Sveitarfélagsins Voga.

Nefndin er þeirrar skoðunar að íþróttamaður ársins skuli útnefndur milli jóla og nýárs hvers árs.

6.Viðburðahandbók

2002048

Umfjöllun nefndarinnar um viðburðarhandbók sveitarfélagsins
Lagt fram
Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

Málið kynnt og rætt. Nefndin leggur áherslu á mikilvægis þess að viðburðarhandbókin sé uppfærð reglulega. Einnig rætt um mikilvægis þess að bókin nái yfir sem flesta viðburði innan sveitarfélagsins, t.d. viðburði á vegum frjálsra félagasamtaka.

7.Viðburðardagatal sveitarfélagsins

2103042

Umfjöllun nefndarinnar um gerð og umsjón með viðburðardagatali Sveitarfélagsins. Liðurinn er án gagna.
Lagt fram
Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

Nefndin leggur áherslu á mikilvægis þess að viðburðardagatal á heimasíðu sveitarfélagsins sé reglulega uppfært og að upplýsingar um alla viðburði ársins séu aðgengilegir í upphafi hvers árs.

8.Aukið félagsstarf fullorðna vegna COVID-19

2103032

Erindi Félagsmálaráðuneytisins dags. 11.3.2021, hvatning ráðuneytisins um að efla félagsstarf fullorðinna árið 2021.
Lagt fram
Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

Erindið lagt fram. Nefndin leggur til að verkefnið verði skoðað og kannað hvort unnt sé að skipuleggja verkefni og sækja um styrk vegna þeirra.

9.Félagsfærni og vellíðan barna-Stuðningur til að efla virkni-Covid 19

2103035

Erindi Félagsmálaráðuneytisins dags. 12.3.2021, hvatning til sveitarfélaga að til að efla frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu.
Lagt fram
Afgreiðsla Frístunda- og menningarnefndar:

Erindið lagt fram. Nefndin leggur til að verkefnið verði skoðað og kannað hvort unnt sé að skipuleggja verkefni og sækja um styrk vegna þeirra.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?