Daníel Arason víkur af fundi undir afgreiðslu 1. máls.
1.Íþróttamaður ársins 2020
2009037
Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir tilnefningar til íþróttamanns ársins og hvatningarverðlauna 2020 í Sveitarféleaginu Vogum.
Samþykkt
Nefndin fór yfir og fjallaði um tilnefningar til íþróttamanns ársins 2020. Niðurstaða nefndarinnar er skráð í trúnaðarmálabók, og verður kunngjörð þegar verðlaunin verða afhent um miðjan janúar 2021.
2.Þrettándagleði 2021
2011036
Fjallað um skipulagningu og framkvæmd þrettándagleði 2021.
Lagt fram
Nefndin telur að miðað við núverandi fjöldatakmarkanir, sem sér ekki fyrir endann á, sé ekki raunhæft að halda áramótabrennu. Nefndin leggur til að haldin verði hátíð á þrettándanum í staðinn og þá yrðu hátíðahöld fyrir börnin samkvæmt þeim samkomutakmörkunum sem þá kunna að verða og einnig verði haldin vegleg flugeldasýning en hana er hægt að halda óháð fjöldatakmörkunum. Nefndin minnir á að áður hefur verið rætt um vilja nefndarinnar til að endurvekja þrettándaskemmtun og vill nefndin ítreka að svo verði þó það verði hugsanlega ekki hægt í þetta sinn.