Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga
88. fundur
02. júlí 2020 kl. 17:30 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Sindri Jens Freyssonformaður
Anna Karen Gísladóttiráheyrnarfulltrúi
Bjarki Þór Wíum Sveinssonaðalmaður
Tinna Hallgrímsaðalmaður
Einar Ásgeir Kristjánssonaðalmaður
Ingvi Ágústssonvaramaður
Starfsmenn
Daníel Arason, menningarfulltrúi
Matthías Freyr Matthíasson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði:Daníel Arasonmenningarfulltrúi
Dagskrá
1.Sumarbæklingur 2020
2006031
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir sumarbækling sveitarfélagsins 2020.
Lagt fram
Nefndin fagnar útgáfu bæklingsins til að kynna sumarstarfsemi í sveitarfélaginu.
2.Fjölskyldudagar 2020
2006025
Sindri Jens Freysson kynnir málið. Það varðar stefnu sveitarfélagsins í hátíðahöldum á Fjölskyldudögum í ágúst.
Lagt fram
Frístunda- og menningarnefnd vill að Fjölskyldudagar verði haldnir í ár eins og aðstæður leyfa og farið að öllu eftir þeim tilmælum almannavarna sem verða í gildi.
3.Hátíðahöld 17. júní 2020
2006026
Daníel Arason menningarfulltrúi fer yfir framkvæmd hátíðahalda 17. júní í ár.
Lagt fram
Lagt fram.
4.Auglýsingar Sveitarfélagsins Voga
2006029
Sindri Jens Freysson formaður Frístunda- og menningarnefndar leiðir almennar umræður um mögulega stefnu sveitarfélagsins varðandi auglýsingar.
Lagt fram
Nefndin ræddi um kosti og galla mismunandi aðferða til að ná til fólks með auglýsingum. Bæði prentaðar auglýsingar og rafrænar. Mikilvægt er að sveitarfélagið leiti alltaf leiða til að koma sínum skilaboðum til sem flestra.
5.Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga 2020
2004012
Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir hvernig afhending menningarverðlauna sveitarfélagsins fór fram.
Lagt fram
Nefndin lýsir yfir ánægju með framkvæmd athafnarinnar og telur það gott að sameina afhendingu menningarverðlaunanna við afhendingu annarra verðlauna og viðurkenninga sem sveitarfélagið veitir.
6.Uppsetning gróðurkassa við Álfagerði
2006032
Liður án gagna. Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir uppsetningu á gróðurkössum við Álfagerði.
Lagt fram
Settir hafa verið upp tveir gróðurkassar við Álfagerði eftir hugmynd frá íbúa bæjarins. Þar hafa íbúar Álfagerðis nú þegar sett niður kartöflur og stefnan er að sett verði niður aðrar matjurtir fljótlega. Íbúum verði svo gefinn kostur á að koma og sækja sér kál og annað góðgæti eftir því sem aðstæður leyfa. Frístunda- og menningarnefnd er ánægð með þetta framtak og hvetur íbúa bæjarins til að skoða kassana.