Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

87. fundur 11. júní 2020 kl. 17:30 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Sindri Jens Freysson formaður
  • Anna Karen Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarki Þór Wíum Sveinsson aðalmaður
  • Einar Ásgeir Kristjánsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, menningarfulltrúi
  • Matthías Freyr Matthíasson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Daníel Arason menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Félagsmiðstöðin Boran veturinn 2019-2020

2001005

Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir starfsemi í Félagsmiðstöðinni Borunni og fer yfir stöðu mála varðandi næsta vetur.
Lagt fram
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir hugmyndir sínar að stefnumótunarskjali um fyrirkomulag á starfsemi Félagsmiðstöðvar Borunnar til ársins 2023.
Nefndinni líst vel á þær hugmyndir sem settar eru fram og óskar eftir því við íþrótta- og tómstundafulltrúa að hann vinni málið áfram og einnig sendir nefndin málið áfram til bæjarráðs til umsagnar.

2.Umræður um 17. júní hátíðarhöld 2020 og Fjölskyldudaga 2020

2005004

Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir með hvaða hætti verður staðið að háíðahöldum á vegum Sveitarfélagsins Voga sumarið 2020.
Lagt fram
Haldinn var fundur í Álfagerði þann 9. júní þar sem fulltrúar félagasamtaka mættu ásamt nefndarmönnum Frístunda- og menningarnefndar og fleirum. Þar var ákveðið að reyna að halda upp á Fjölskyldudaga með einhverjum hætti og ákveðið að hittast aftur í byrjun júlí til að taka stöðuna. Frístunda- og menningarnefnd tekur virkan þátt í þeirri vinnu.

3.Viðburðahandbók

2002048

Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir fyrstu drög að viðburðahandbók fyrir Sveitarfélagið Voga.
Lagt fram
Unnin hafa verið drög að viðburðahandbók fyrir sveitarfélagið þar sem taldir eru upp þeir viðburðir sem eru árlegir og fjallað er um hvernig þeir hafa verið framkvæmdir ásamt því að telja upp helstu atriði sem hafa þarf í huga við framkvæmd þeirra. Þessi handbók verður unnin áfram og mun nýtast kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins. Nefndin fagnar því að hafa þessa handbók.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?