Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga
86. fundur
07. maí 2020 kl. 17:30 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Sindri Jens Freyssonformaður
Guðrún Kristín Ragnarsdóttiraðalmaður
Elísabet Ásta Eyþórsdóttiraðalmaður
Anna Karen Gísladóttiráheyrnarfulltrúi
Bjarki Þór Wíum Sveinssonaðalmaður
Inga Sigrún Baldursdóttirvaramaður
Starfsmenn
Daníel Arason, menningarfulltrúi
Matthías Freyr Matthíasson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði:Daníel Arasonmenningarfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að taka á dagskrá sem 4. mál "umræður um 17. júní hátíðarhöld 2020 og Fjölskyldudaga 2020".
Samþykkt samhljóða.
1.Íþróttamaður ársins í Vogum.
1511035
Sindri Jens Freysson formaður Frístunda- og menningarnefndar leggur fram endurskoðun á reglum um val á íþróttamanni ársins. Frestað mál frá síðasta fundi nefndarinnar.
Samþykkt
Frístunda- og menningarnefnd samþykkir reglurnar með smávægilegum breytingum sem gerðar voru á fundinum.
2.Viðburðahandbók
2002048
Sindri Jens Freysson formaður Frístunda- og menningarnefndar kynnir tillögu að gerð viðburðahandbókar. Frestað mál frá síðasta fundi.
Lagt fram
Frístunda- og menningarnefnd leggur til að útbúin verði viðburðarhandbók vegna þeirra viðburða sem sveitarfélagið stendur fyrir. Í handbókinni komi fram leiðbeiningar til starfsmanna og nefndarmanna um framkvæmd viðburða og minnispunkta frá fyrri árum. Menningarfulltrúi mun leggja fram hugmynd að slíkri viðburðahandbók á næsta fundi nefndarinnar.
3.Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga 2020
2004012
Daníel Arason menningarfulltrúi kynnir málið er varðar val á einstaklingi og félagasamtökum sem hljóta menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga árið 2020.
Lagt fram
Tíu tilnefningar bárust til menningarverðlauna og fylgdi þeim öllum greinargerð. Frístunda- og menningarnefnd valdi einn einsakling og eitt félag til að hljóta menningarverðlaun sveitarfélagins árið 2020 og eru nöfn þeirra skráð í trúnaðarbókun. Bjarki Þór Wium Sveinsson vék af fundi undir umræðum og kosningu um hvaða félag hlyti verðlaunin. Nefndin leggur til að afhending verðlaunanna verði 17. júní og henni verði streymt.
4.Umræður um 17. júní hátíðarhöld 2020 og Fjölskyldudaga 2020
2005004
Almennar umræður um hátíðarhöld 17. júní og Fjölskyldudaga 2020.
Lagt fram
Frístunda- og menningarnefnd ræddi hvort og þá með hvaða hætti viðburðir sumarsins verði haldnir. Ljóst er að viðburðir verða ekki haldnir með sama hætti og undanfarin ár. Sveitarfélög eru að leita nýrra leiða til að gera daginn hátíðlegan og mun sveitarfélagið Vogar horfa til þess hvort eitthvað slíkt verði gert og hlýða öllum ábendingum og fyrrimælum almannavarna.
Samþykkt samhljóða.