Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 01. desember 2008 kl. 18:00 - 20:20 Íþróttamiðstöðin

1. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Íþróttamiðstöðinni við Hafnargötu mánudaginn 01.12.2008 kl. 18:00.
Mættir fundarmenn: Brynhildur Hafsteinsdóttir (sem stýrði fundi í forföllum formanns),
Magnús Jón Björgvinsson, Helga Ragnarsdóttir, Kristján Árnason
og Sigríður Ragna Birgisdóttir.
Bergur Álfþórsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir og Ragnar Davíð
Riordan boðuðu forföll og sitja varamenn í þeirra stað.
Ólafur Þór Ólafsson (frístunda- og menningarfulltúi Sv. Voga) sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð.

1. Skipunarbréf.
Bréf frá Róberti Ragnarssyni bæjarstjóra dags. 05.11.2008 þar sem greint er frá samþykkt
bæjarstjórnar frá 30.10.2008 um skipun fulltrúa í Frístunda- og menningarnefnd
Sveitarfélgsins Voga.
Lagt fram.
2. Skátastarf Vogabúa.
Afrit af tölvupósti frá Ingu Maríu Magnúsdóttur dags. 05.09.2008 þar sem óskað er eftir
áframhaldandi samstarfi við Sveitarfélagið Voga um skátastarf.
Frístunda- og menningarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga hjá bréfritara. Málinu
frestað til næsta fundar.
3. List án landamæra.
Tölvupóstur frá Margréti N. Norðdahl dags. 29.10.2008 og fundargerð frá 12.11.2008. Í
tölvupóstinum er boðað til fundar um verkefnið List án landamæra á Suðurnesjum
12.11.2008 og einnig er framlögð fundargerð frá þeim fundi. Frístunda- og
menningarfulltrúi sótti fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lagt fram.
4. Leikjanámskeið á vegum Hlöðunnar.
Tölvupóstur frá Mörtu Guðrúnu f.h. menningaverkefnisins Hlöðunnar dags. 17.11.2008
þar sem óskað er eftir samstarf við Sveitarfélagið Voga í námskeiðshaldi sumarið 2009.
Frístunda- og menningarnefnd tekur erindinu fagnandi og felur frístunda- og
menningarfulltrúa að ræða nánar við bréfritara.

2

5. Verkefnastyrkir Menningarráðs Suðurnesja.
Frístunda- og menningarfulltrúi greindi frá stöðu mála vegna verkefnastyrkja
Menningarráðs Suðurnesja, en umsóknarfrestur rann út 17.11.2008. Kom fram að
kynningarfundur vegna styrkjanna fór fram á vegum frístunda- og menningarfulltrúa í
Félagsmiðstöðinni í Vogum 12.11.2008.
6. Fræðsla gegn fordómum.
Boð um þátttöku á málþingi í Gerðaskóla í Garði 21.11.2008 undir yfirskriftinni “Fræðsla
gegn fordómum – Jafnan er hálfsögð saga ef einn segir”. Kom fram að frístunda- og
menningarfulltrúi sótti málþingið.
Lagt fram.
7. Félagsstarf í Álfagerði.
Fundargerð íbúa í Álfagerðis varðandi félagsstarf dags. 26.10.2008. Þar koma fram
nokkrar athugasemdir og tillögur varðandi félagsstarfið í húsinu.
Frístunda- og menningarnefnd fagnar fram komnum hugmyndum og ábendingum frá
íbúum Álfagerðis. Ákveðið að nefndin fari í vettvangsferð í Álfagerði. Frístunda- og
menningarfulltrúa falið að undirbúa slíka ferð í samstarfi við formann.
8. Forvarnarnefnd Sandgerðisbæjar, Voga og Garðs, SVG.
Fundargerð frá fundi 27.10.2008.
Lagt fram.
9. Ungmennaráð Sveitarfélagsins Voga, 1. fundur.
Fundargerð frá fundi 17.11.2008.
Frístunda- og menningarfulltrúa falið að gera tillögu til bæjarstjórnar um nýjan fulltrúa í
Ungmennaráðið í stað Alexanders Róbertssonar, sem er fluttur úr sveitarfélaginu.
Frístunda- og menningarnefnd skorar á bæjarstjórn að verða við ósk ungmennaráðs um að
tryggja því fjármuni á árinu 2009.
10. Fjárhagsáætlun 2009.
Farið yfir stöðu mála í vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2009.
11. Önnur mál
a) Rætt var hugmyndir sem hafa komið fram um að endurvekja jólaball á vegum
Kvenfélagsins Fjólunnar. Frístunda- og menningarnefnd lýst vel á þær hugmyndir og
telur eðlilegt að sveitarfélagið styrki verkefnið með einhverjum hætti, sérstaklega í ljósi
þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í samfélaginu. Frístunda- og menningarfulltrúa falið að
vera í sambandi við fulltrúa Fjólunnar og bæjarstjóra vegna málsins.
Magnús Jón Björgvinsson vék af fundi kl. 20:10.

3
b) Rætt um mikilvægi þess að upplýsingar um fjölbreytt frístundastarf í sveitarfélaginu
séu aðgengilegar.
c) Fram kom að ljósin á jólatré Vogabúa verða tendruð sunnudaginn 7. desember 2008.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:20.

Getum við bætt efni síðunnar?