11. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu miðvikudaginn 25.11.2009 kl. 18:00.
Mættir fundarmenn: Bergur Álfþórsson, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Marta Guðrún
Jóhannesdóttir og Kristján Árnason.
Ólafur Þór Ólafsson (frístunda- og menningarfulltúi Sv. Voga) sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Ragnar Davíð Riordan var forfallaður og einnig varamaður hans.
1. Niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk í 5.-10. bekk.
Tölvupóstur frá Róberti Ragnarssyni f.h. bæjarráðs dags. 09.11.2009 þar sem ódags. bréf
frá Rannsóknum og greiningu er vísað frá bæjarráði til FMN til upplýsingar.
Lagt fram.
2. Beiðni um styrk til að reisa stálgrindarskemmu.
Bréf frá Andrési Á. Guðmundssyni og Jóni I. Baldvinssyni f.h. GVS dags. 19.11.2009. Í
bréfinu er því beint til bæjaryfirvalda hvort að möguleiki sé á að Sveitarfélagið Vogar
styrki GVS til að koma upp nýrri stálgrindarskemmu til að geyma tæki og tól.
Kostnaðaráætlun vegna verksins fylgir.
FMN tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunarvinnu bæjarráðs.
3. Nágrannavarsla.
Umræðum um nágrannavörslu haldið áfram frá 10. fundi FMN.
Frístunda- og menningarfulltrúi.greindi frá því að opinn kynningarfundur vegna
nágrannavörslu verði mánudaginn 30. nóvember kl. 20:00, en fulltrúar lögreglunnar mun
einnig taka þátt í þeim fundi. FMN samþykkir að hafa reglur um nágrannavörslu á
Akureyri til viðmiðunar í reglum fyrir Sv. Voga. Frístunda- og mennningarfulltrúi verður
tengiliður bæjarfélagsins vegna nágrannavörslu.
4. Menningarráð Suðurnesja, fréttatilkynning dags. 05.11.2009.
Fréttatilkynning frá Menningarráði Suðurnesja dags. 05.11.2009 þar sem farið er yfir
úthlutun menningarstyrkja í nóvember 2009. Kemur fram að alls var úthlutað 23
milljónum króna til 85 mismunandi verkefna. Hæsti styrkur nam kr. 800.000,- en lægstu
styrkirnir eru upp á kr. 50.000,-. Það eru samtals 9 verkefni sem tengjast Sveitarfélaginu
Vogum á einhvern hátt sem hljóta styrk.
2
FMN fagnar þessum styrkjum til menningarstarfs í sveitarfélaginu og vona að þeir verði
listafólki í Vogum hvatning til að halda öflugu starfi áfram. Þá þykir FMN ljóst að sá
mikli fjöldi umsókna sem barst undirstrik nauðsyn ái áframhaldandi tilvist
menningarsamnings á Suðurnesjum.
5. Rekstur ársins 2010.
Farið var yfir og rætt um ýmsa þætti varðandi rekstur á vegum FMN á árinu 2010. Gögn
verða lögð fram á næsta fundi.
6. Fundargerð SamSuð-fundar, dags. 01.10.2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
7. Fundargerð SamSuð-fundar, dags. 15.10.2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8. Fundargerð fundar menningarfulltrúa Sveitarfélaganna á Suðurnesjum, dags.
30.10.2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9. Fundargerð forvarnarnefndar Sandgerðisbæjar, Voga og Garðs SVG, dags.
02.11.2009.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10. Fundargerð fundar um málefni vinnuskóla dags. 10.11.2009 og ályktun frá sama
fundi.
Fundargerð samráðsfundar rekstaraðila vinnuskóla sveitarfélaganna lögð fram til
kynningar ásamt ályktun frá fundinum. Í ályktuninni minna forstöðumenn og starfsmenn
vinnuskóla á langtíma mikilvægi og forvarnargildi þess að skapa unglingum vinnu yfir
sumartímann.
Lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00.